Mo Salah svaraði með einu stóru brosi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 11:30 Mohamed Salah hefur skorað mest allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. EPA-EFE/Shaun Botterill Mohamed Salah hefur svarað nýjustu vangaveltunum um framtíð hans á Anfield og notaði hann samfélagsmiðla sína til þess. Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum. Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16
Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00
Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01