Þórir kominn fram úr hinni sigursælu Marit Breivik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 12:01 Það var mjög skemmtilegur svipur á Þóri Hergeirssyni þegar Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyftu bikarnum í mótslok. EPA-EFE/HENNING BAGGER Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson skilaði í gær sjöundu gullverðlaunum í hús hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta eftir sigur norsku stelpnanna í úrslitaleik á móti Frakklandi. Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira