„Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 07:30 María er stolt af pabba sem kemur heim til Noregs með gull. getty/andre weening/harriet lander María Þórisdóttir, leikmaður Chelsea á Englandi og norska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega í skýjunum eftir sigur norska kvennalandsliðsins á EM í handbolta í gær. Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Pabbi Maríu, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska landsliðsins og var þetta sjöunda gullið sem Þórir vinnur sem aðalþjálfari norska liðsins. Í úrslitaleiknum í gær voru það Frakkar sem biðu lægri hlut gegn norska liðinu. Leiknum lauk með 22-20 sigri norska liðsins þrátt fyrir áhlaup Frakka í síðari hálfleik. „Annað hvort kem ég heim sem kóngur eða stór hálfviti,“ sagði Þórir við Maríu sem byrjar tíst sín á þessum orðum en hún var svo með skilaboð til pabba síns. „Þú kemur alltaf heim sem kóngur í mínum augum en núna kemur þú heim sem kóngur með stóru K-i. Til hamingju, pabbi.“ María býr í Lundúnum þar sem hún leikur með Chelsea en sóttvarnarreglur þar í landi gerir fólki erfitt með að ferðast frá landinu. Svo María kemst ekki heim að fagna jólunum með fjölskyldu sinni. „Væri svo til í að fagna jólunum með þér. Velkominn heim!“ bætti María við. «Enten kommer jeg hjem som en konge eller som en stor idiot» Du kommer alltid hjem som en konge i mine øyne, men i år kommer du hjem som en Konge med ekstra stor K Gratulerer så mye Pabbi! Skulle så gjerne ønske jeg kunne feiret gull jul sammen med dere Velkommen hjem! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 20, 2020 María tísti einnig á föstudaginn þegar norska liðið spilaði gegn Dönum á föstudagskvöldið. Á tímapunkti í síðari hálfleik leiddi danska liðið og Þórir benti sínum leikmönnum á að það eina sem skipti máli væri að vera yfir þegar leiknum væri lokið. María sagði að þetta væri setning sem pabba hennar hafði prentað inn í hana frá því ungaaldri. «Det gjelder å lede når kampen er slutt» Eneste setningen Pabbi har printet inn i hodet mitt fra jeg var liten av. Den stemmer fortsatt! — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) December 18, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira