Nýsköpun í bæjarlæknum Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 19. desember 2020 17:26 Þegar við hugsum um nýsköpun koma fyrirtæki á borð við CCP, Össur, Marel og Controlant fyrst upp í hugann. Oft koma líka upp í hugann staðalmyndir frumkvöðulsins. Fáum myndi detta í hug að nefna nafn Eiríks Björnssonar, bónda í Svínadal í Skaftártungu, í sömu andrá og nýsköpun. Þó var hann frumkvöðull í raflýsingu landsins og smíðaði til þess fimmtíu og eina túrbínu, í járnsmiðju sem hann reisti sjálfur og með verkfærum sem hann smíðaði sjálfur. Ef ég hefði sagt Eiríki frænda mínum frá því að nýsköpun og tækniframfarir væru undirstaða allra okkar lífsgæða hefði hann kannski hnussað svolítið. Hann var löngu búinn að smíða túrbínu og setja upp rafstöð í bæjarlæknum, sem svo sá fólkinu í Svínadal fyrir þeim lífsins gæðum sem krefjast rafmagns. Ekki beinlínis nýjar fréttir fyrir hann. Grunnþættirnir eru þó hinir sömu. Nýsköpun er skapandi ferli sem er unnið út frá traustri fræðilegri þekkingu, það er annars vegar sköpunarferli og hins vegar byggir það á því að vinna út frá þeirri þekkingu sem þegar er til staðar í greininni þar sem sköpunin fer fram. Eiríkur ólst upp í stórum systkinahópi og ekkert þeirra átti þess kost að fara skóla. Hans iðnnám, menntaskóla- og háskólanám var hjá Bjarna í Hólmi, í sömu sveit. Þar lærði hann að vinna járn úr skipum sem höfðu strandað við strandlengjuna, bræða kopar úr skipsskrúfum, smíða túrbínur af öllum stærðum og gerðum, og reisa vatnsaflsstöðvar um landið allt. Bókakosturinn var frekar einfaldur, lykilatriði aflfræði og eðlisfræði, rafmagnsfræði og hagnýt vélfræði úr „Lobbanum“, Lommebog for Mekanikere eftir Peter Lobben. Nýsköpun frænda míns varð ekki til í tómarúmi heldur vegna þess að hann hafði aðgengi að menntun, þó hún væri óformleg á næsta bæ í sveitinni. Þá hvöttu kringumstæðurnar til nýsköpunar enda Svínadalur og aðrir bæir í skjóli fjalla, nálægt lækjum og ám, sem bjuggu til fallhæðina sem nauðsynleg er vatnsaflsvirkjunum. Járnauðlindirnar í strönduðum skipunum voru síðan nauðsynlegar til að hægt væri að smíða sjálfar túrbínurnar. Í minningunni, þegar ég var lítil að þvælast í smiðjunni og öðrum útihúsum í Svínadal, birtist Eiríkur sem áhugamaður og uppfinningamaður. Ekki beinlínis þessi erkitýpa frumkvöðulsins eins og við ímyndum okkur hann í dag, heldur svolítið sérvitur bróðir afa míns sem hafði einstaka hæfileika og færni. Allt eru þetta sama færnin, sömu eiginleikarnir, sem eru nauðsynlegir þeagr við tökumst á við fjórðu iðnbyltinguna. Verksvit, sköpunarhæfileikar, heimspekileg ró, viljinn til að læra nýja hluti og framkvæma, greiningarhæfileikar, hæfileikinn til að leysa flókin vandamál og sjá tækifæri, gagnrýnin hugsun, sjálfsagi, þrautseigja og jafnvel þrjóska. Áhugamenn smíðuðu líka fyrstu einkatölvurnar, PC-tölvurnar, og áhugamenn smíðuðu fyrstu drónana - enda höfðu þeir aðgang að þrívíddaprenturum sem þeir nýttu til að smíða þyrluspaða og annað sem til þurfti. Sem betur fer höfum við flest aðgang að menntun í dag, þó að enn hafi ekki verið tryggt að efnaminni nemendur geti stundað framhaldsskóla- og háskólanám. Nýsköpunarkeðjan er löng og byrjar í æsku, á því að geta skapað í frjálsum leik, hún þræðir sig í gegnum grunn- og framhaldsskólana þar sem þarf að leggja grunninn að þekkingu og félagsþroska sem allt háskólanám byggir síðan á. Háskólarnir eru síðan gangvirki nýsköpunar í atvinnulífinu, þær grunnrannsóknir sem þarf fara fram eru í dag forsenda nýrra lausna fyrir neytendamarkað. Ekkert verður til úr engu, við erum háð þekkingu annarra, aðgangi að auðlindum, kringumstæðum og tækifærum. Grunnrannsóknir geta tekið áratugi, en þær skila samfélaginu líka gríðarlegum verðmætum, fyrirtækjum á borð við Marel, CCP og Össur. Að sama skapi er það samfélaginu afar dýrkeypt að undirfjármagna háskólastarf, vísindi og rannsóknir. Með því er beinlínis verið að draga úr hagvexti og minnka þannig lífskjör og lífsgæði alls almennings, til lengri og skemmri tíma. Hugmyndirnar sem breyta heiminum koma sjaldnast úr heiðskíru lofti og birtast ekki sem ljósapera yfir höfði hins erkitýpíska frumkvöðuls. Öflugir frumkvöðlar eru skapandi, forvitnir og leitandi, tilbúnir til að leita nýrra lausna við gömlum og nýjum áskorunum. Með óbilandi áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að auka lífsgæði okkar og gera samfélagið enn betra. Möguleikarnir til þess eru óþrjótandi, verkefnin eru ærin. Við skulum því sem samfélag fjárfesta í menntun og nýsköpun, virkja hugvitið og bæjarlækina sem búa í okkur öllum. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um nýsköpun koma fyrirtæki á borð við CCP, Össur, Marel og Controlant fyrst upp í hugann. Oft koma líka upp í hugann staðalmyndir frumkvöðulsins. Fáum myndi detta í hug að nefna nafn Eiríks Björnssonar, bónda í Svínadal í Skaftártungu, í sömu andrá og nýsköpun. Þó var hann frumkvöðull í raflýsingu landsins og smíðaði til þess fimmtíu og eina túrbínu, í járnsmiðju sem hann reisti sjálfur og með verkfærum sem hann smíðaði sjálfur. Ef ég hefði sagt Eiríki frænda mínum frá því að nýsköpun og tækniframfarir væru undirstaða allra okkar lífsgæða hefði hann kannski hnussað svolítið. Hann var löngu búinn að smíða túrbínu og setja upp rafstöð í bæjarlæknum, sem svo sá fólkinu í Svínadal fyrir þeim lífsins gæðum sem krefjast rafmagns. Ekki beinlínis nýjar fréttir fyrir hann. Grunnþættirnir eru þó hinir sömu. Nýsköpun er skapandi ferli sem er unnið út frá traustri fræðilegri þekkingu, það er annars vegar sköpunarferli og hins vegar byggir það á því að vinna út frá þeirri þekkingu sem þegar er til staðar í greininni þar sem sköpunin fer fram. Eiríkur ólst upp í stórum systkinahópi og ekkert þeirra átti þess kost að fara skóla. Hans iðnnám, menntaskóla- og háskólanám var hjá Bjarna í Hólmi, í sömu sveit. Þar lærði hann að vinna járn úr skipum sem höfðu strandað við strandlengjuna, bræða kopar úr skipsskrúfum, smíða túrbínur af öllum stærðum og gerðum, og reisa vatnsaflsstöðvar um landið allt. Bókakosturinn var frekar einfaldur, lykilatriði aflfræði og eðlisfræði, rafmagnsfræði og hagnýt vélfræði úr „Lobbanum“, Lommebog for Mekanikere eftir Peter Lobben. Nýsköpun frænda míns varð ekki til í tómarúmi heldur vegna þess að hann hafði aðgengi að menntun, þó hún væri óformleg á næsta bæ í sveitinni. Þá hvöttu kringumstæðurnar til nýsköpunar enda Svínadalur og aðrir bæir í skjóli fjalla, nálægt lækjum og ám, sem bjuggu til fallhæðina sem nauðsynleg er vatnsaflsvirkjunum. Járnauðlindirnar í strönduðum skipunum voru síðan nauðsynlegar til að hægt væri að smíða sjálfar túrbínurnar. Í minningunni, þegar ég var lítil að þvælast í smiðjunni og öðrum útihúsum í Svínadal, birtist Eiríkur sem áhugamaður og uppfinningamaður. Ekki beinlínis þessi erkitýpa frumkvöðulsins eins og við ímyndum okkur hann í dag, heldur svolítið sérvitur bróðir afa míns sem hafði einstaka hæfileika og færni. Allt eru þetta sama færnin, sömu eiginleikarnir, sem eru nauðsynlegir þeagr við tökumst á við fjórðu iðnbyltinguna. Verksvit, sköpunarhæfileikar, heimspekileg ró, viljinn til að læra nýja hluti og framkvæma, greiningarhæfileikar, hæfileikinn til að leysa flókin vandamál og sjá tækifæri, gagnrýnin hugsun, sjálfsagi, þrautseigja og jafnvel þrjóska. Áhugamenn smíðuðu líka fyrstu einkatölvurnar, PC-tölvurnar, og áhugamenn smíðuðu fyrstu drónana - enda höfðu þeir aðgang að þrívíddaprenturum sem þeir nýttu til að smíða þyrluspaða og annað sem til þurfti. Sem betur fer höfum við flest aðgang að menntun í dag, þó að enn hafi ekki verið tryggt að efnaminni nemendur geti stundað framhaldsskóla- og háskólanám. Nýsköpunarkeðjan er löng og byrjar í æsku, á því að geta skapað í frjálsum leik, hún þræðir sig í gegnum grunn- og framhaldsskólana þar sem þarf að leggja grunninn að þekkingu og félagsþroska sem allt háskólanám byggir síðan á. Háskólarnir eru síðan gangvirki nýsköpunar í atvinnulífinu, þær grunnrannsóknir sem þarf fara fram eru í dag forsenda nýrra lausna fyrir neytendamarkað. Ekkert verður til úr engu, við erum háð þekkingu annarra, aðgangi að auðlindum, kringumstæðum og tækifærum. Grunnrannsóknir geta tekið áratugi, en þær skila samfélaginu líka gríðarlegum verðmætum, fyrirtækjum á borð við Marel, CCP og Össur. Að sama skapi er það samfélaginu afar dýrkeypt að undirfjármagna háskólastarf, vísindi og rannsóknir. Með því er beinlínis verið að draga úr hagvexti og minnka þannig lífskjör og lífsgæði alls almennings, til lengri og skemmri tíma. Hugmyndirnar sem breyta heiminum koma sjaldnast úr heiðskíru lofti og birtast ekki sem ljósapera yfir höfði hins erkitýpíska frumkvöðuls. Öflugir frumkvöðlar eru skapandi, forvitnir og leitandi, tilbúnir til að leita nýrra lausna við gömlum og nýjum áskorunum. Með óbilandi áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að auka lífsgæði okkar og gera samfélagið enn betra. Möguleikarnir til þess eru óþrjótandi, verkefnin eru ærin. Við skulum því sem samfélag fjárfesta í menntun og nýsköpun, virkja hugvitið og bæjarlækina sem búa í okkur öllum. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun