Nýsköpun í bæjarlæknum Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 19. desember 2020 17:26 Þegar við hugsum um nýsköpun koma fyrirtæki á borð við CCP, Össur, Marel og Controlant fyrst upp í hugann. Oft koma líka upp í hugann staðalmyndir frumkvöðulsins. Fáum myndi detta í hug að nefna nafn Eiríks Björnssonar, bónda í Svínadal í Skaftártungu, í sömu andrá og nýsköpun. Þó var hann frumkvöðull í raflýsingu landsins og smíðaði til þess fimmtíu og eina túrbínu, í járnsmiðju sem hann reisti sjálfur og með verkfærum sem hann smíðaði sjálfur. Ef ég hefði sagt Eiríki frænda mínum frá því að nýsköpun og tækniframfarir væru undirstaða allra okkar lífsgæða hefði hann kannski hnussað svolítið. Hann var löngu búinn að smíða túrbínu og setja upp rafstöð í bæjarlæknum, sem svo sá fólkinu í Svínadal fyrir þeim lífsins gæðum sem krefjast rafmagns. Ekki beinlínis nýjar fréttir fyrir hann. Grunnþættirnir eru þó hinir sömu. Nýsköpun er skapandi ferli sem er unnið út frá traustri fræðilegri þekkingu, það er annars vegar sköpunarferli og hins vegar byggir það á því að vinna út frá þeirri þekkingu sem þegar er til staðar í greininni þar sem sköpunin fer fram. Eiríkur ólst upp í stórum systkinahópi og ekkert þeirra átti þess kost að fara skóla. Hans iðnnám, menntaskóla- og háskólanám var hjá Bjarna í Hólmi, í sömu sveit. Þar lærði hann að vinna járn úr skipum sem höfðu strandað við strandlengjuna, bræða kopar úr skipsskrúfum, smíða túrbínur af öllum stærðum og gerðum, og reisa vatnsaflsstöðvar um landið allt. Bókakosturinn var frekar einfaldur, lykilatriði aflfræði og eðlisfræði, rafmagnsfræði og hagnýt vélfræði úr „Lobbanum“, Lommebog for Mekanikere eftir Peter Lobben. Nýsköpun frænda míns varð ekki til í tómarúmi heldur vegna þess að hann hafði aðgengi að menntun, þó hún væri óformleg á næsta bæ í sveitinni. Þá hvöttu kringumstæðurnar til nýsköpunar enda Svínadalur og aðrir bæir í skjóli fjalla, nálægt lækjum og ám, sem bjuggu til fallhæðina sem nauðsynleg er vatnsaflsvirkjunum. Járnauðlindirnar í strönduðum skipunum voru síðan nauðsynlegar til að hægt væri að smíða sjálfar túrbínurnar. Í minningunni, þegar ég var lítil að þvælast í smiðjunni og öðrum útihúsum í Svínadal, birtist Eiríkur sem áhugamaður og uppfinningamaður. Ekki beinlínis þessi erkitýpa frumkvöðulsins eins og við ímyndum okkur hann í dag, heldur svolítið sérvitur bróðir afa míns sem hafði einstaka hæfileika og færni. Allt eru þetta sama færnin, sömu eiginleikarnir, sem eru nauðsynlegir þeagr við tökumst á við fjórðu iðnbyltinguna. Verksvit, sköpunarhæfileikar, heimspekileg ró, viljinn til að læra nýja hluti og framkvæma, greiningarhæfileikar, hæfileikinn til að leysa flókin vandamál og sjá tækifæri, gagnrýnin hugsun, sjálfsagi, þrautseigja og jafnvel þrjóska. Áhugamenn smíðuðu líka fyrstu einkatölvurnar, PC-tölvurnar, og áhugamenn smíðuðu fyrstu drónana - enda höfðu þeir aðgang að þrívíddaprenturum sem þeir nýttu til að smíða þyrluspaða og annað sem til þurfti. Sem betur fer höfum við flest aðgang að menntun í dag, þó að enn hafi ekki verið tryggt að efnaminni nemendur geti stundað framhaldsskóla- og háskólanám. Nýsköpunarkeðjan er löng og byrjar í æsku, á því að geta skapað í frjálsum leik, hún þræðir sig í gegnum grunn- og framhaldsskólana þar sem þarf að leggja grunninn að þekkingu og félagsþroska sem allt háskólanám byggir síðan á. Háskólarnir eru síðan gangvirki nýsköpunar í atvinnulífinu, þær grunnrannsóknir sem þarf fara fram eru í dag forsenda nýrra lausna fyrir neytendamarkað. Ekkert verður til úr engu, við erum háð þekkingu annarra, aðgangi að auðlindum, kringumstæðum og tækifærum. Grunnrannsóknir geta tekið áratugi, en þær skila samfélaginu líka gríðarlegum verðmætum, fyrirtækjum á borð við Marel, CCP og Össur. Að sama skapi er það samfélaginu afar dýrkeypt að undirfjármagna háskólastarf, vísindi og rannsóknir. Með því er beinlínis verið að draga úr hagvexti og minnka þannig lífskjör og lífsgæði alls almennings, til lengri og skemmri tíma. Hugmyndirnar sem breyta heiminum koma sjaldnast úr heiðskíru lofti og birtast ekki sem ljósapera yfir höfði hins erkitýpíska frumkvöðuls. Öflugir frumkvöðlar eru skapandi, forvitnir og leitandi, tilbúnir til að leita nýrra lausna við gömlum og nýjum áskorunum. Með óbilandi áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að auka lífsgæði okkar og gera samfélagið enn betra. Möguleikarnir til þess eru óþrjótandi, verkefnin eru ærin. Við skulum því sem samfélag fjárfesta í menntun og nýsköpun, virkja hugvitið og bæjarlækina sem búa í okkur öllum. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um nýsköpun koma fyrirtæki á borð við CCP, Össur, Marel og Controlant fyrst upp í hugann. Oft koma líka upp í hugann staðalmyndir frumkvöðulsins. Fáum myndi detta í hug að nefna nafn Eiríks Björnssonar, bónda í Svínadal í Skaftártungu, í sömu andrá og nýsköpun. Þó var hann frumkvöðull í raflýsingu landsins og smíðaði til þess fimmtíu og eina túrbínu, í járnsmiðju sem hann reisti sjálfur og með verkfærum sem hann smíðaði sjálfur. Ef ég hefði sagt Eiríki frænda mínum frá því að nýsköpun og tækniframfarir væru undirstaða allra okkar lífsgæða hefði hann kannski hnussað svolítið. Hann var löngu búinn að smíða túrbínu og setja upp rafstöð í bæjarlæknum, sem svo sá fólkinu í Svínadal fyrir þeim lífsins gæðum sem krefjast rafmagns. Ekki beinlínis nýjar fréttir fyrir hann. Grunnþættirnir eru þó hinir sömu. Nýsköpun er skapandi ferli sem er unnið út frá traustri fræðilegri þekkingu, það er annars vegar sköpunarferli og hins vegar byggir það á því að vinna út frá þeirri þekkingu sem þegar er til staðar í greininni þar sem sköpunin fer fram. Eiríkur ólst upp í stórum systkinahópi og ekkert þeirra átti þess kost að fara skóla. Hans iðnnám, menntaskóla- og háskólanám var hjá Bjarna í Hólmi, í sömu sveit. Þar lærði hann að vinna járn úr skipum sem höfðu strandað við strandlengjuna, bræða kopar úr skipsskrúfum, smíða túrbínur af öllum stærðum og gerðum, og reisa vatnsaflsstöðvar um landið allt. Bókakosturinn var frekar einfaldur, lykilatriði aflfræði og eðlisfræði, rafmagnsfræði og hagnýt vélfræði úr „Lobbanum“, Lommebog for Mekanikere eftir Peter Lobben. Nýsköpun frænda míns varð ekki til í tómarúmi heldur vegna þess að hann hafði aðgengi að menntun, þó hún væri óformleg á næsta bæ í sveitinni. Þá hvöttu kringumstæðurnar til nýsköpunar enda Svínadalur og aðrir bæir í skjóli fjalla, nálægt lækjum og ám, sem bjuggu til fallhæðina sem nauðsynleg er vatnsaflsvirkjunum. Járnauðlindirnar í strönduðum skipunum voru síðan nauðsynlegar til að hægt væri að smíða sjálfar túrbínurnar. Í minningunni, þegar ég var lítil að þvælast í smiðjunni og öðrum útihúsum í Svínadal, birtist Eiríkur sem áhugamaður og uppfinningamaður. Ekki beinlínis þessi erkitýpa frumkvöðulsins eins og við ímyndum okkur hann í dag, heldur svolítið sérvitur bróðir afa míns sem hafði einstaka hæfileika og færni. Allt eru þetta sama færnin, sömu eiginleikarnir, sem eru nauðsynlegir þeagr við tökumst á við fjórðu iðnbyltinguna. Verksvit, sköpunarhæfileikar, heimspekileg ró, viljinn til að læra nýja hluti og framkvæma, greiningarhæfileikar, hæfileikinn til að leysa flókin vandamál og sjá tækifæri, gagnrýnin hugsun, sjálfsagi, þrautseigja og jafnvel þrjóska. Áhugamenn smíðuðu líka fyrstu einkatölvurnar, PC-tölvurnar, og áhugamenn smíðuðu fyrstu drónana - enda höfðu þeir aðgang að þrívíddaprenturum sem þeir nýttu til að smíða þyrluspaða og annað sem til þurfti. Sem betur fer höfum við flest aðgang að menntun í dag, þó að enn hafi ekki verið tryggt að efnaminni nemendur geti stundað framhaldsskóla- og háskólanám. Nýsköpunarkeðjan er löng og byrjar í æsku, á því að geta skapað í frjálsum leik, hún þræðir sig í gegnum grunn- og framhaldsskólana þar sem þarf að leggja grunninn að þekkingu og félagsþroska sem allt háskólanám byggir síðan á. Háskólarnir eru síðan gangvirki nýsköpunar í atvinnulífinu, þær grunnrannsóknir sem þarf fara fram eru í dag forsenda nýrra lausna fyrir neytendamarkað. Ekkert verður til úr engu, við erum háð þekkingu annarra, aðgangi að auðlindum, kringumstæðum og tækifærum. Grunnrannsóknir geta tekið áratugi, en þær skila samfélaginu líka gríðarlegum verðmætum, fyrirtækjum á borð við Marel, CCP og Össur. Að sama skapi er það samfélaginu afar dýrkeypt að undirfjármagna háskólastarf, vísindi og rannsóknir. Með því er beinlínis verið að draga úr hagvexti og minnka þannig lífskjör og lífsgæði alls almennings, til lengri og skemmri tíma. Hugmyndirnar sem breyta heiminum koma sjaldnast úr heiðskíru lofti og birtast ekki sem ljósapera yfir höfði hins erkitýpíska frumkvöðuls. Öflugir frumkvöðlar eru skapandi, forvitnir og leitandi, tilbúnir til að leita nýrra lausna við gömlum og nýjum áskorunum. Með óbilandi áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að auka lífsgæði okkar og gera samfélagið enn betra. Möguleikarnir til þess eru óþrjótandi, verkefnin eru ærin. Við skulum því sem samfélag fjárfesta í menntun og nýsköpun, virkja hugvitið og bæjarlækina sem búa í okkur öllum. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar