Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 20:08 Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði. Vísir Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. „Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur. Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur.
Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent