Frakkar gáfu tóninn í fyrri hálfleik. Þær spiluðu frábæran varnarleik og skoraði Króatía einungis fimm mörk í fyrri hálfleik.
Úrslitin voru því nánast ráðin í hálfleik. Frakkland var 15-5 í hálfleik og eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Lokatölur urðu svo 30-19.
Markaskorið dreifðist ansi vel í franska liðinu. Alexandra Lacrabère, Estelle Nze-Minko, Kalidiatou Niakaté og Grâce Zaadi skoruðu allar fjögur mörk.
Úrslitaleikurinn fer fram í Herning á sunnudaginn en mótherjinn verður annað hvort Noregur eða Danmörk. Þau mætast síðar í kvöld en Króatía leikur um 3. sætið.
RESULT: @FRAHandball are the first #ehfeuro2020 finalists! They beat @HRStwitt 30:19 #handballispassion pic.twitter.com/K7QBU8fH7d
— EHF EURO (@EHFEURO) December 18, 2020