Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 18. desember 2020 14:26 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. Sóttvarnalæknir var öllu svartsýnni á stöðu bóluefnis á upplýsingafundi almannavarna í gær en áður hafði verið gefið út. Hann dró þó nokkuð í land í tilkynningu síðdegis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hefjist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fái Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. „Þá [í lok mars] erum við komin, með þessum tíu þúsund skömmtum sem við fáum núna, í kringum 59-60 þúsund skammta,“ segir Svandís. Þar sem hver einstaklingur þarf tvo skammta af efninu ættu birgðirnar í lok mars því að duga fyrir þrjátíu þúsund manns. Horfa til fyrstu tveggja ársfjórðunga Áætlanir um framhaldið snúist svo um hvernig fyrstu skömmtunum verður ráðstafað. Líkt og fram kom í gær verða Þær snúast um hvernig skömmtunum verður ráðstafað fyrst; heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum, um fimm þúsund manns í allt, eru í fyrsta forgangi. „Þá getum við nýtt þessa tíu þúsund skammta fyrir fimm þúsund manns með mjög markvissum hætti fyrir það fólk sem er í sem mestri hættu,“ segir Svandís. „Eðli málsins samkvæmt höldum við áfram samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis, eftir því sem efnin koma til landsins vinnum við okkur niður listann.“ Svandís bendir á að í fyrstu fimm forgangshópunum séu um 12 þúsund manns en svo 73 þúsund manns í sjötta hópnum, 60 ára og eldri. Þá sé jafnframt skörun milli þessara hópa. En hvenær er áætlað að búið verði að bólusetja framlínufólk og áhættuhópa? „Af því að við erum að nýta þessa fyrstu skammta með þessum hætti náum við að dekka þessa hópa sem eru alveg í fremstu framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum strax núna milli jóla og nýárs. Mótefnasvarið mun þurfa tíma til að koma fram. En síðan munum við væntanlega beina sjónum okkar að elsta fólkinu, 80 plús, og svo framvegis eftir því sem þessu vindur fram. Og við gerum ráð fyrir því að við séum búin að ná utan um þetta á tveimur fyrstu ársfjórðungunum, að teknu tilliti til allra óvissuþátta, svo það sé sagt,“ segir Svandís. Gert sé ráð fyrir „mjög góðri“ stöðu fyrir mitt næsta ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47 Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Sóttvarnalæknir var öllu svartsýnni á stöðu bóluefnis á upplýsingafundi almannavarna í gær en áður hafði verið gefið út. Hann dró þó nokkuð í land í tilkynningu síðdegis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hefjist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fái Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. „Þá [í lok mars] erum við komin, með þessum tíu þúsund skömmtum sem við fáum núna, í kringum 59-60 þúsund skammta,“ segir Svandís. Þar sem hver einstaklingur þarf tvo skammta af efninu ættu birgðirnar í lok mars því að duga fyrir þrjátíu þúsund manns. Horfa til fyrstu tveggja ársfjórðunga Áætlanir um framhaldið snúist svo um hvernig fyrstu skömmtunum verður ráðstafað. Líkt og fram kom í gær verða Þær snúast um hvernig skömmtunum verður ráðstafað fyrst; heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum, um fimm þúsund manns í allt, eru í fyrsta forgangi. „Þá getum við nýtt þessa tíu þúsund skammta fyrir fimm þúsund manns með mjög markvissum hætti fyrir það fólk sem er í sem mestri hættu,“ segir Svandís. „Eðli málsins samkvæmt höldum við áfram samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis, eftir því sem efnin koma til landsins vinnum við okkur niður listann.“ Svandís bendir á að í fyrstu fimm forgangshópunum séu um 12 þúsund manns en svo 73 þúsund manns í sjötta hópnum, 60 ára og eldri. Þá sé jafnframt skörun milli þessara hópa. En hvenær er áætlað að búið verði að bólusetja framlínufólk og áhættuhópa? „Af því að við erum að nýta þessa fyrstu skammta með þessum hætti náum við að dekka þessa hópa sem eru alveg í fremstu framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum strax núna milli jóla og nýárs. Mótefnasvarið mun þurfa tíma til að koma fram. En síðan munum við væntanlega beina sjónum okkar að elsta fólkinu, 80 plús, og svo framvegis eftir því sem þessu vindur fram. Og við gerum ráð fyrir því að við séum búin að ná utan um þetta á tveimur fyrstu ársfjórðungunum, að teknu tilliti til allra óvissuþátta, svo það sé sagt,“ segir Svandís. Gert sé ráð fyrir „mjög góðri“ stöðu fyrir mitt næsta ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47 Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17
Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47
Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33