Van Gerwen hefur leiðina að fjórða heimsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2020 09:16 Michael van Gerwen ætlar sér í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. getty/Dan Mullan Þrefaldi heimsmeistarinn, efsti maður heimslistans og stærsta stjarna pílukastsins, Michael van Gerwen, mætir til leiks á HM í dag. Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira