Lof og last og jól Drífa Snædal skrifar 18. desember 2020 14:16 Á þessum síðustu dögum Alþingis eru teknar ákvarðanir sem geta haft veruleg áhrif á daglegt líf launafólks og alls almennings. Ég vil byrja á því að fagna lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði sem virðist vera í hendi. Reglan verður þá jöfn skipting á milli foreldra með möguleika á framsali nokkurra vikna. Lenging orlofsins skiptir verulegu máli og verður vonandi til að auka samvistir barna við báða foreldra og ekki síður auka á jafnrétti innan sem utan heimila. Þá skiptir líka máli að tekjutenging atvinnuleysisbóta hafi verið lengd í 6 mánuði og fangar nú stærri hóp en áður. Hækkun grunnbóta er einnig áfangasigur. En betur má ef duga skal. Við búum við kerfi sem á að grípa fólk og í þessum makalausu aðstæðum er eins gott að þétta öryggisnetið þannig að það þjóni sínum tilgangi. Nú berast okkur örvæntingafull skilaboð frá fólki sem hefur klárað rétt sinn í bótakerfinu og er afar þröngur stakkur sniðinn, getur ekki gefið börnunum í skóinn og kvíðir jólunum. Algert forgangsatriði er að lengja rétt til atvinnuleysisbóta þangað til landið fer að rísa því á mörgum sviðum og svæðum er einfaldlega enga vinnu að fá. Það eru mikil vonbrigði að mörg mál sem hafa legið lengi á borði stjórnvalda og myndu bæta hag almennings hafa ekki klárast á þessu ári þrátt fyrir mikinn þrýsting. Ný starfskjaralög (þar með talið févíti fyrir launaþjófnað) eru þar efst á blaði en einnig má nefna ný húsaleigulög, skref til að afnema verðtryggingu, aðgerðaáætlun gegn mansali og lagabreytingar í lífeyrismálum svo eitthvað sé nefnt. Næg verkefni bíða næsta árs en verkalýðshreyfingin mun leggja allan sinn kraft í að auka afkomuöryggi fólks og missa ekki sjónar af því markmiði að við komumst út úr kófinu með jafnara og sanngjarnara samfélag. Ekkert smá verkefni en með samstilltu átaki öflugrar hreyfingar munum við ná árangri. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og baráttuglaðs nýs árs! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Á þessum síðustu dögum Alþingis eru teknar ákvarðanir sem geta haft veruleg áhrif á daglegt líf launafólks og alls almennings. Ég vil byrja á því að fagna lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði sem virðist vera í hendi. Reglan verður þá jöfn skipting á milli foreldra með möguleika á framsali nokkurra vikna. Lenging orlofsins skiptir verulegu máli og verður vonandi til að auka samvistir barna við báða foreldra og ekki síður auka á jafnrétti innan sem utan heimila. Þá skiptir líka máli að tekjutenging atvinnuleysisbóta hafi verið lengd í 6 mánuði og fangar nú stærri hóp en áður. Hækkun grunnbóta er einnig áfangasigur. En betur má ef duga skal. Við búum við kerfi sem á að grípa fólk og í þessum makalausu aðstæðum er eins gott að þétta öryggisnetið þannig að það þjóni sínum tilgangi. Nú berast okkur örvæntingafull skilaboð frá fólki sem hefur klárað rétt sinn í bótakerfinu og er afar þröngur stakkur sniðinn, getur ekki gefið börnunum í skóinn og kvíðir jólunum. Algert forgangsatriði er að lengja rétt til atvinnuleysisbóta þangað til landið fer að rísa því á mörgum sviðum og svæðum er einfaldlega enga vinnu að fá. Það eru mikil vonbrigði að mörg mál sem hafa legið lengi á borði stjórnvalda og myndu bæta hag almennings hafa ekki klárast á þessu ári þrátt fyrir mikinn þrýsting. Ný starfskjaralög (þar með talið févíti fyrir launaþjófnað) eru þar efst á blaði en einnig má nefna ný húsaleigulög, skref til að afnema verðtryggingu, aðgerðaáætlun gegn mansali og lagabreytingar í lífeyrismálum svo eitthvað sé nefnt. Næg verkefni bíða næsta árs en verkalýðshreyfingin mun leggja allan sinn kraft í að auka afkomuöryggi fólks og missa ekki sjónar af því markmiði að við komumst út úr kófinu með jafnara og sanngjarnara samfélag. Ekkert smá verkefni en með samstilltu átaki öflugrar hreyfingar munum við ná árangri. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og baráttuglaðs nýs árs! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun