Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 10:48 Faraldur H1N1-inflúensuveiru, þekkt sem svínaflensan, skall á heimsbyggðina 2009 og 2010. Vísir/Getty Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn. Bólusetningar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn.
Bólusetningar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira