Má ekki lengur segja móðir? Karl Gauti Hjaltason skrifar 17. desember 2020 17:00 Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun