Það eru tvær beinar útsendingar frá heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Fyrri hefst klukkan 12.00 en sú síðari klukkan 18.00 þar sem fylgst verður með öllum viðureignunum í Alexandra Palace.
Útsending frá CME Group Tour meistaramótinu á LPGA túrnum fer í loftið klukkan 18.00 en klukkan 19.45 er það svo slagur á Ítalíu þar sem Roma og Torino mætast.
Síðast en ekki síst eru það Steindi Jr. og félagar hans í Rauðvín og klakar sem eru á dagskrá Stöðvar 2 eSport. Hver veit nema félagar Steinda í FM95BLÖ, Egill Einarsson og Auðunn Blöndal, verði með í streyminu í kvöld.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.