Markaþurrð Aubameyang á enda en vandræði Arsenal halda áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 19:54 Markaskorararnir Aubameyang og Walcott í baráttunni. Adrian Dennis/Getty Images Arsenal gengur skelfilega að vinna leiki og það skánaði ekki í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton á Emirates leikvanginum. Gamli Arsenal maðurinn, Theo Walcott, skoraði fyrsta markið á átjándu mínútu en þetta var fyrsta mark hans gegn Arsenal eftir að hann yfirgaf félagið. Dýrlingarnir leiddu í hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Pierre-Emerick Aubameyang er hann skoraði eftir 648 mínútna bið í úrvalsdeildinni. 648 - Pierre-Emerick Aubameyang has ended a run of 648 minutes without a Premier League goal at the Emirates. Overdue. pic.twitter.com/zDfLHcEbqv— OptaJoe (@OptaJoe) December 16, 2020 Ekki skánaði ástandið fyrir Arsenal er Gabriel fékk tvö gul spjöld með fimm mínútna millibili og var sendur í bað. Enn eitt rauða spjaldið á Arsenal undanfarnar vikur. Lokatölur 1-1. Arsenal er í fimmtánda sæti deildarinnar með fjórtán stig en Southampton er í þriðja sætinu með 24 stig. Arsenal avoid losing fifth consecutive home league game for the first time in their history: 0-1 vs Leicester 0-3 vs Aston Villa 1-2 vs Wolves 0-1 vs Burnley 1-1 vs SouthamptonNow, the red card streak needs to end. pic.twitter.com/HwYLAi0bls— Squawka Football (@Squawka) December 16, 2020 Enski boltinn
Arsenal gengur skelfilega að vinna leiki og það skánaði ekki í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton á Emirates leikvanginum. Gamli Arsenal maðurinn, Theo Walcott, skoraði fyrsta markið á átjándu mínútu en þetta var fyrsta mark hans gegn Arsenal eftir að hann yfirgaf félagið. Dýrlingarnir leiddu í hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Pierre-Emerick Aubameyang er hann skoraði eftir 648 mínútna bið í úrvalsdeildinni. 648 - Pierre-Emerick Aubameyang has ended a run of 648 minutes without a Premier League goal at the Emirates. Overdue. pic.twitter.com/zDfLHcEbqv— OptaJoe (@OptaJoe) December 16, 2020 Ekki skánaði ástandið fyrir Arsenal er Gabriel fékk tvö gul spjöld með fimm mínútna millibili og var sendur í bað. Enn eitt rauða spjaldið á Arsenal undanfarnar vikur. Lokatölur 1-1. Arsenal er í fimmtánda sæti deildarinnar með fjórtán stig en Southampton er í þriðja sætinu með 24 stig. Arsenal avoid losing fifth consecutive home league game for the first time in their history: 0-1 vs Leicester 0-3 vs Aston Villa 1-2 vs Wolves 0-1 vs Burnley 1-1 vs SouthamptonNow, the red card streak needs to end. pic.twitter.com/HwYLAi0bls— Squawka Football (@Squawka) December 16, 2020
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti