Ellefu konur og tveir karlar leggja línurnar varðandi kynfræðslu barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2020 12:26 Lilja Alfreðsdóttir skipaði hópinn sem á að skila tillögum í febrúar. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum. Ellefu konur og tveir karlar skipa hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann. Þar segir jafnframt að ráðherra hafi boðað til fundar með aðilum sem hafa látið sig málefnið varða í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendingu frá nemendum. Niðurstaða fundarins var að starfshópur myndi koma með tillögur að aðgerðum hið fyrsta. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar, leiðir starfshópinn sem á að skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021 Starfshópnum er m.a. falið að: • gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi • láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara • taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti • gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði Áherslur hópsins munu taka mið af aðgerðum sem fjallað er um í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Fjögur í hópnum eru skipuð án tilnefningar en hin níu eru tilnefnd af opinberum stofnunum eða samtökum. Hópurinn er þannig skipaður: Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar, Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar, Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar, Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar, Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun, Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis, Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót, Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands. Kynlíf Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þar segir jafnframt að ráðherra hafi boðað til fundar með aðilum sem hafa látið sig málefnið varða í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendingu frá nemendum. Niðurstaða fundarins var að starfshópur myndi koma með tillögur að aðgerðum hið fyrsta. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar, leiðir starfshópinn sem á að skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021 Starfshópnum er m.a. falið að: • gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi • láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara • taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti • gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði Áherslur hópsins munu taka mið af aðgerðum sem fjallað er um í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Fjögur í hópnum eru skipuð án tilnefningar en hin níu eru tilnefnd af opinberum stofnunum eða samtökum. Hópurinn er þannig skipaður: Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar, Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar, Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar, Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar, Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun, Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis, Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót, Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.
Kynlíf Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira