Þétting byggðar – lýðheilsuvandi framtíðar Una María Óskarsdóttir skrifar 16. desember 2020 11:30 Þegar fólk velur sér framtíðarhúsnæði er að mörgu að hyggja. Stærð, staðsetning, umhverfið og náttúran í kring skiptir þar máli. Mikil þétting byggðar virðist vera leiðarstef fjölmargra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes hafa yfirlýst markmið um þéttingu byggðar. Áberandi er hve nýjar byggingar í þessum bæjarfélögum standa þétt. Íbúðir margra þessara nýju bygginga eru að öllum líkindum án nægilegrar dagsbirtu. Ábendingar sérfræðinga Hinn 31. október sl. skrifuðu þau Dr. Ásta Logadóttir verkfræðingur, Dr. Lárus S. Guðmundsson dósent við HÍ og Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur grein í Kjarnann með yfirskriftinni: Þétting byggðar, lýðheilsa og lífsgæði. Þar fjalla þau í máli og myndum m.a. um mikilvægi birtu, hljóðgæða og umhverfis íbúðarhúsnæðis í nýbyggingum í Reykjavík. Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar segi orðrétt: „Við skipulagningu og hönnun íbúðarbyggðar verði gæði húsnæðisins og nærumhverfis þess í fyrirrúmi. Í því samhengi þarf m.a. að horfa til stærða íbúða fyrir mismunandi fjölskyldugerðir og sambýlisform, birtuskilyrða, hljóðgæða og loftgæða í íbúðum, sem og inngörðum og nærumhverfi húsnæðisins, hæð bygginga og fjarlægða milli þeirra, dýpt húsbygginga og hlutfall útisvæða til leiks og dvalar þar sem sólar nýtur bróðurpart dags.“ Ákvæði í aðalskipulagi Allt frá árinu 1966 hefur verið tiltekið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að við byggingu íbúðarhúsa beri að taka tillit til hnattstöðu landsins og umhverfisaðstæðna. Þrátt fyrir það má auðveldlega sjá að mun þéttar er byggt nú en áður og því ekki farið eftir gildandi samþykktum. Eitt er að þétta byggð og annað að gera það þannig að stuðlað verði að bættri lýðheilsu þeirra íbúa sem þar munu búa og sumir um aldur og æfi. Margir þættir geta haft áhrif á bætta lýðheilsu fólks. Flestir þekkja áhrif hreyfingar, heilsusamlegar fæðu og góðra samskipta á líðan. Nýrri rannsóknir á umhverfi fólks sýna að áhrif birtu og hljóðs skipta einnig miklu máli fyrir svefn og líðan. Umhverfisaðstæður fólks skipta sem sé líka höfuðmáli og skipulagsyfirvöld um allt land ættu að vera meðvituð um staðsetningu íbúðarhúsa, með tilliti til sólarljóss, hávaða og umferðarmannvirkja. Hverjir hagnast á þéttingu? Hvað ræður þéttingu byggðar? Hver tekur ákvörðun um að byggja þétt? Þar sem þétt er byggt nýtur oft ekki nægrar dagsbirtu og hljóðvist er slæm. Er þétting byggðar svo brýn að horft er framhjá mælingum á hljóði og skuggavarpi? Er staðan ennþá svo að sérfræðingar um fyrirkomulag og not bygginga eru ekki fengnir að borðinu? Hér áður bar á því að sérfræðingar íþróttamála voru ekki fengnir til aðstoðar við byggingu íþróttamannvirkja með þeim afleiðingum að aðstaða gat orðið verri en ella. Hvers vegna eru lýðheilsusérfræðingar og sérfróðir menn um hljóðvist, birtu og umhverfi ekki í ríkari mæli fengnir að undirbúningi, skipulagi og hönnun íbúðarbyggða? Eru það fjárhagslegir hagsmunir byggingaaðila eða grandvaraleysi skipulagsyfirvalda sem ráða för? Gott væri að fá svar við þessum spurningum. Fátt um svör Í grein þeirra félaga í Kjarnanum nefna þeir að nýr forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi ekki svarað erindi þeirra þar sem tillögur til úrbóta um bætt regluverk í þágu bættar lýðheilsu almennings eru settar fram. Ekki einu sinni að erindið hafi verið móttekið, þrátt fyrir óskir þar um. Það eru ekki góðir stjórnsýsluhættir. Ég vil taka heilshugar undir nauðsyn bætts regluverks í þágu bættrar lýðheilsu fyrir almenning. Ég vil einnig hvetja almenning og fjölmiðla til þess að skerast í leikinn og fjalla í auknum mæli um betra lýðheilsuskipulag. Þétting byggðar má ekki leiða til þess að lýðheilsa almennings skerðist vegna skipulagsklúðurs. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Heilsa Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk velur sér framtíðarhúsnæði er að mörgu að hyggja. Stærð, staðsetning, umhverfið og náttúran í kring skiptir þar máli. Mikil þétting byggðar virðist vera leiðarstef fjölmargra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes hafa yfirlýst markmið um þéttingu byggðar. Áberandi er hve nýjar byggingar í þessum bæjarfélögum standa þétt. Íbúðir margra þessara nýju bygginga eru að öllum líkindum án nægilegrar dagsbirtu. Ábendingar sérfræðinga Hinn 31. október sl. skrifuðu þau Dr. Ásta Logadóttir verkfræðingur, Dr. Lárus S. Guðmundsson dósent við HÍ og Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur grein í Kjarnann með yfirskriftinni: Þétting byggðar, lýðheilsa og lífsgæði. Þar fjalla þau í máli og myndum m.a. um mikilvægi birtu, hljóðgæða og umhverfis íbúðarhúsnæðis í nýbyggingum í Reykjavík. Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar segi orðrétt: „Við skipulagningu og hönnun íbúðarbyggðar verði gæði húsnæðisins og nærumhverfis þess í fyrirrúmi. Í því samhengi þarf m.a. að horfa til stærða íbúða fyrir mismunandi fjölskyldugerðir og sambýlisform, birtuskilyrða, hljóðgæða og loftgæða í íbúðum, sem og inngörðum og nærumhverfi húsnæðisins, hæð bygginga og fjarlægða milli þeirra, dýpt húsbygginga og hlutfall útisvæða til leiks og dvalar þar sem sólar nýtur bróðurpart dags.“ Ákvæði í aðalskipulagi Allt frá árinu 1966 hefur verið tiltekið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að við byggingu íbúðarhúsa beri að taka tillit til hnattstöðu landsins og umhverfisaðstæðna. Þrátt fyrir það má auðveldlega sjá að mun þéttar er byggt nú en áður og því ekki farið eftir gildandi samþykktum. Eitt er að þétta byggð og annað að gera það þannig að stuðlað verði að bættri lýðheilsu þeirra íbúa sem þar munu búa og sumir um aldur og æfi. Margir þættir geta haft áhrif á bætta lýðheilsu fólks. Flestir þekkja áhrif hreyfingar, heilsusamlegar fæðu og góðra samskipta á líðan. Nýrri rannsóknir á umhverfi fólks sýna að áhrif birtu og hljóðs skipta einnig miklu máli fyrir svefn og líðan. Umhverfisaðstæður fólks skipta sem sé líka höfuðmáli og skipulagsyfirvöld um allt land ættu að vera meðvituð um staðsetningu íbúðarhúsa, með tilliti til sólarljóss, hávaða og umferðarmannvirkja. Hverjir hagnast á þéttingu? Hvað ræður þéttingu byggðar? Hver tekur ákvörðun um að byggja þétt? Þar sem þétt er byggt nýtur oft ekki nægrar dagsbirtu og hljóðvist er slæm. Er þétting byggðar svo brýn að horft er framhjá mælingum á hljóði og skuggavarpi? Er staðan ennþá svo að sérfræðingar um fyrirkomulag og not bygginga eru ekki fengnir að borðinu? Hér áður bar á því að sérfræðingar íþróttamála voru ekki fengnir til aðstoðar við byggingu íþróttamannvirkja með þeim afleiðingum að aðstaða gat orðið verri en ella. Hvers vegna eru lýðheilsusérfræðingar og sérfróðir menn um hljóðvist, birtu og umhverfi ekki í ríkari mæli fengnir að undirbúningi, skipulagi og hönnun íbúðarbyggða? Eru það fjárhagslegir hagsmunir byggingaaðila eða grandvaraleysi skipulagsyfirvalda sem ráða för? Gott væri að fá svar við þessum spurningum. Fátt um svör Í grein þeirra félaga í Kjarnanum nefna þeir að nýr forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi ekki svarað erindi þeirra þar sem tillögur til úrbóta um bætt regluverk í þágu bættar lýðheilsu almennings eru settar fram. Ekki einu sinni að erindið hafi verið móttekið, þrátt fyrir óskir þar um. Það eru ekki góðir stjórnsýsluhættir. Ég vil taka heilshugar undir nauðsyn bætts regluverks í þágu bættrar lýðheilsu fyrir almenning. Ég vil einnig hvetja almenning og fjölmiðla til þess að skerast í leikinn og fjalla í auknum mæli um betra lýðheilsuskipulag. Þétting byggðar má ekki leiða til þess að lýðheilsa almennings skerðist vegna skipulagsklúðurs. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar