Þétting byggðar – lýðheilsuvandi framtíðar Una María Óskarsdóttir skrifar 16. desember 2020 11:30 Þegar fólk velur sér framtíðarhúsnæði er að mörgu að hyggja. Stærð, staðsetning, umhverfið og náttúran í kring skiptir þar máli. Mikil þétting byggðar virðist vera leiðarstef fjölmargra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes hafa yfirlýst markmið um þéttingu byggðar. Áberandi er hve nýjar byggingar í þessum bæjarfélögum standa þétt. Íbúðir margra þessara nýju bygginga eru að öllum líkindum án nægilegrar dagsbirtu. Ábendingar sérfræðinga Hinn 31. október sl. skrifuðu þau Dr. Ásta Logadóttir verkfræðingur, Dr. Lárus S. Guðmundsson dósent við HÍ og Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur grein í Kjarnann með yfirskriftinni: Þétting byggðar, lýðheilsa og lífsgæði. Þar fjalla þau í máli og myndum m.a. um mikilvægi birtu, hljóðgæða og umhverfis íbúðarhúsnæðis í nýbyggingum í Reykjavík. Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar segi orðrétt: „Við skipulagningu og hönnun íbúðarbyggðar verði gæði húsnæðisins og nærumhverfis þess í fyrirrúmi. Í því samhengi þarf m.a. að horfa til stærða íbúða fyrir mismunandi fjölskyldugerðir og sambýlisform, birtuskilyrða, hljóðgæða og loftgæða í íbúðum, sem og inngörðum og nærumhverfi húsnæðisins, hæð bygginga og fjarlægða milli þeirra, dýpt húsbygginga og hlutfall útisvæða til leiks og dvalar þar sem sólar nýtur bróðurpart dags.“ Ákvæði í aðalskipulagi Allt frá árinu 1966 hefur verið tiltekið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að við byggingu íbúðarhúsa beri að taka tillit til hnattstöðu landsins og umhverfisaðstæðna. Þrátt fyrir það má auðveldlega sjá að mun þéttar er byggt nú en áður og því ekki farið eftir gildandi samþykktum. Eitt er að þétta byggð og annað að gera það þannig að stuðlað verði að bættri lýðheilsu þeirra íbúa sem þar munu búa og sumir um aldur og æfi. Margir þættir geta haft áhrif á bætta lýðheilsu fólks. Flestir þekkja áhrif hreyfingar, heilsusamlegar fæðu og góðra samskipta á líðan. Nýrri rannsóknir á umhverfi fólks sýna að áhrif birtu og hljóðs skipta einnig miklu máli fyrir svefn og líðan. Umhverfisaðstæður fólks skipta sem sé líka höfuðmáli og skipulagsyfirvöld um allt land ættu að vera meðvituð um staðsetningu íbúðarhúsa, með tilliti til sólarljóss, hávaða og umferðarmannvirkja. Hverjir hagnast á þéttingu? Hvað ræður þéttingu byggðar? Hver tekur ákvörðun um að byggja þétt? Þar sem þétt er byggt nýtur oft ekki nægrar dagsbirtu og hljóðvist er slæm. Er þétting byggðar svo brýn að horft er framhjá mælingum á hljóði og skuggavarpi? Er staðan ennþá svo að sérfræðingar um fyrirkomulag og not bygginga eru ekki fengnir að borðinu? Hér áður bar á því að sérfræðingar íþróttamála voru ekki fengnir til aðstoðar við byggingu íþróttamannvirkja með þeim afleiðingum að aðstaða gat orðið verri en ella. Hvers vegna eru lýðheilsusérfræðingar og sérfróðir menn um hljóðvist, birtu og umhverfi ekki í ríkari mæli fengnir að undirbúningi, skipulagi og hönnun íbúðarbyggða? Eru það fjárhagslegir hagsmunir byggingaaðila eða grandvaraleysi skipulagsyfirvalda sem ráða för? Gott væri að fá svar við þessum spurningum. Fátt um svör Í grein þeirra félaga í Kjarnanum nefna þeir að nýr forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi ekki svarað erindi þeirra þar sem tillögur til úrbóta um bætt regluverk í þágu bættar lýðheilsu almennings eru settar fram. Ekki einu sinni að erindið hafi verið móttekið, þrátt fyrir óskir þar um. Það eru ekki góðir stjórnsýsluhættir. Ég vil taka heilshugar undir nauðsyn bætts regluverks í þágu bættrar lýðheilsu fyrir almenning. Ég vil einnig hvetja almenning og fjölmiðla til þess að skerast í leikinn og fjalla í auknum mæli um betra lýðheilsuskipulag. Þétting byggðar má ekki leiða til þess að lýðheilsa almennings skerðist vegna skipulagsklúðurs. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Heilsa Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk velur sér framtíðarhúsnæði er að mörgu að hyggja. Stærð, staðsetning, umhverfið og náttúran í kring skiptir þar máli. Mikil þétting byggðar virðist vera leiðarstef fjölmargra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes hafa yfirlýst markmið um þéttingu byggðar. Áberandi er hve nýjar byggingar í þessum bæjarfélögum standa þétt. Íbúðir margra þessara nýju bygginga eru að öllum líkindum án nægilegrar dagsbirtu. Ábendingar sérfræðinga Hinn 31. október sl. skrifuðu þau Dr. Ásta Logadóttir verkfræðingur, Dr. Lárus S. Guðmundsson dósent við HÍ og Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur grein í Kjarnann með yfirskriftinni: Þétting byggðar, lýðheilsa og lífsgæði. Þar fjalla þau í máli og myndum m.a. um mikilvægi birtu, hljóðgæða og umhverfis íbúðarhúsnæðis í nýbyggingum í Reykjavík. Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar segi orðrétt: „Við skipulagningu og hönnun íbúðarbyggðar verði gæði húsnæðisins og nærumhverfis þess í fyrirrúmi. Í því samhengi þarf m.a. að horfa til stærða íbúða fyrir mismunandi fjölskyldugerðir og sambýlisform, birtuskilyrða, hljóðgæða og loftgæða í íbúðum, sem og inngörðum og nærumhverfi húsnæðisins, hæð bygginga og fjarlægða milli þeirra, dýpt húsbygginga og hlutfall útisvæða til leiks og dvalar þar sem sólar nýtur bróðurpart dags.“ Ákvæði í aðalskipulagi Allt frá árinu 1966 hefur verið tiltekið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að við byggingu íbúðarhúsa beri að taka tillit til hnattstöðu landsins og umhverfisaðstæðna. Þrátt fyrir það má auðveldlega sjá að mun þéttar er byggt nú en áður og því ekki farið eftir gildandi samþykktum. Eitt er að þétta byggð og annað að gera það þannig að stuðlað verði að bættri lýðheilsu þeirra íbúa sem þar munu búa og sumir um aldur og æfi. Margir þættir geta haft áhrif á bætta lýðheilsu fólks. Flestir þekkja áhrif hreyfingar, heilsusamlegar fæðu og góðra samskipta á líðan. Nýrri rannsóknir á umhverfi fólks sýna að áhrif birtu og hljóðs skipta einnig miklu máli fyrir svefn og líðan. Umhverfisaðstæður fólks skipta sem sé líka höfuðmáli og skipulagsyfirvöld um allt land ættu að vera meðvituð um staðsetningu íbúðarhúsa, með tilliti til sólarljóss, hávaða og umferðarmannvirkja. Hverjir hagnast á þéttingu? Hvað ræður þéttingu byggðar? Hver tekur ákvörðun um að byggja þétt? Þar sem þétt er byggt nýtur oft ekki nægrar dagsbirtu og hljóðvist er slæm. Er þétting byggðar svo brýn að horft er framhjá mælingum á hljóði og skuggavarpi? Er staðan ennþá svo að sérfræðingar um fyrirkomulag og not bygginga eru ekki fengnir að borðinu? Hér áður bar á því að sérfræðingar íþróttamála voru ekki fengnir til aðstoðar við byggingu íþróttamannvirkja með þeim afleiðingum að aðstaða gat orðið verri en ella. Hvers vegna eru lýðheilsusérfræðingar og sérfróðir menn um hljóðvist, birtu og umhverfi ekki í ríkari mæli fengnir að undirbúningi, skipulagi og hönnun íbúðarbyggða? Eru það fjárhagslegir hagsmunir byggingaaðila eða grandvaraleysi skipulagsyfirvalda sem ráða för? Gott væri að fá svar við þessum spurningum. Fátt um svör Í grein þeirra félaga í Kjarnanum nefna þeir að nýr forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi ekki svarað erindi þeirra þar sem tillögur til úrbóta um bætt regluverk í þágu bættar lýðheilsu almennings eru settar fram. Ekki einu sinni að erindið hafi verið móttekið, þrátt fyrir óskir þar um. Það eru ekki góðir stjórnsýsluhættir. Ég vil taka heilshugar undir nauðsyn bætts regluverks í þágu bættrar lýðheilsu fyrir almenning. Ég vil einnig hvetja almenning og fjölmiðla til þess að skerast í leikinn og fjalla í auknum mæli um betra lýðheilsuskipulag. Þétting byggðar má ekki leiða til þess að lýðheilsa almennings skerðist vegna skipulagsklúðurs. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar