Heimsmeistararnir geta enn spilað um fimmta sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 16:36 Bo Van Wetering átti flottan leik með hollenska landsliðinu í dag. EPA-EFE/BO AMSTRUP Hollensku heimsmeistararnir unnu öruggan sigur í síðasta leiknum sínum í milliriðli á EM í handbolta. Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira