Dæmdur fyrir 200 þúsund barnaklámsmyndir eftir brot gegn fötluðum skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2020 16:09 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. desember. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni barnaníðsefnis. Maðurinn var í júní á þessu ári dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi sínum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í ágúst 2018 haft í vörslu sinni 207 kvikmyndir og næstum 200 þúsund ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi. Hann var að endingu dæmdur í sex mánaða fangelsi og gert að sæta upptöku á borðtölvu, fartölvu og tveimur flökkurum. Þá greiði hann málsvarnarlaun verjanda síns, tæpa hálfa milljón króna. Dómurinn er hegningarauki við dóminn sem maðurinn fékk í júní síðastliðnum. Þar var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni með alvarlega og líkamlega fötlun. Manninum var gefið að sök að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang árið 2016 en bar því við að þolandinn hefði sjálfur haft frumkvæði að athæfinu. Rakið er í dómnum frá því í sumar að maðurinn hefði kynnst piltinum árið 2008 eða 2009 og verið kennari hans í um átta ár, auk þess sem hann hefði sinnt honum á frístundaheimili eftir skóla. Taldi dómurinn sannað að skjólstæðingurinn glímdi við mjög alvarlega fötlun að stríða, bæði líkamlega og vegna þroskaskerðingar. Hann hefði mjög takmarkaða getu til að tjá sig um vilja sinn. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í ágúst 2018 haft í vörslu sinni 207 kvikmyndir og næstum 200 þúsund ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi. Hann var að endingu dæmdur í sex mánaða fangelsi og gert að sæta upptöku á borðtölvu, fartölvu og tveimur flökkurum. Þá greiði hann málsvarnarlaun verjanda síns, tæpa hálfa milljón króna. Dómurinn er hegningarauki við dóminn sem maðurinn fékk í júní síðastliðnum. Þar var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni með alvarlega og líkamlega fötlun. Manninum var gefið að sök að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang árið 2016 en bar því við að þolandinn hefði sjálfur haft frumkvæði að athæfinu. Rakið er í dómnum frá því í sumar að maðurinn hefði kynnst piltinum árið 2008 eða 2009 og verið kennari hans í um átta ár, auk þess sem hann hefði sinnt honum á frístundaheimili eftir skóla. Taldi dómurinn sannað að skjólstæðingurinn glímdi við mjög alvarlega fötlun að stríða, bæði líkamlega og vegna þroskaskerðingar. Hann hefði mjög takmarkaða getu til að tjá sig um vilja sinn.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira