City tapaði stigum gegn nýliðunum á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 15. desember 2020 21:51 Kevin de Bruyne reynir að koma boltanum framhjá varnarvegg WBA. Michael Regan/Getty Images West Brom, sem hefur aðeins unnið einn leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur, sótti stig á Etihad leikvanginn í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Manchester City. Flestir bjuggu við stórsigri City í kvöld en þeir gerðu markalaust jafntefli við Man. United í slagnum um Manchester um liðna helgi. Ilkay Gündogan kom City yfir eftir hálftíma leik. Þeir bláklæddu höfðu þó haldið boltanum lengi innan liðsins áður en Raheem Sterling kom boltanum á þann þýska sem skoraði. 22 - Ilkay Gündogan has scored his first Premier League goal in 22 games, since netting against Leicester in December last year. Catch. #MCIWBA— OptaJoe (@OptaJoe) December 15, 2020 Gestirnir náðu þó að jafna fyrir hlé og það gerði Semi Ajayi. Eftir aukaspyrnu og mikinn darraðadans, barst boltinn til varnarmannsins sem skaut í varnarmann City og í netið. City reyndi og reyndi í síðari hálfleik að troða inn sigurmarkinu en allt kom fyrir ekki. Sam Johnstone varði og varði í marki WBA. Lokatölur 1-1 og fóru nýliðarnir þakklátir með eitt stig af Etihad. City er nú í 6. sætinu með tuttugu stig, fimm stigum á eftir toppliðunum Tottenham og Liverpool. WBA er með sjö stig í næst neðsta sæti deildarinnar. West Brom earn their first point against Manchester City in the Premier League for the first time since December 2008.A run of 13 consecutive league defeats finally comes to an end. pic.twitter.com/g3WeSpqxho— Squawka Football (@Squawka) December 15, 2020 Enski boltinn
West Brom, sem hefur aðeins unnið einn leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur, sótti stig á Etihad leikvanginn í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Manchester City. Flestir bjuggu við stórsigri City í kvöld en þeir gerðu markalaust jafntefli við Man. United í slagnum um Manchester um liðna helgi. Ilkay Gündogan kom City yfir eftir hálftíma leik. Þeir bláklæddu höfðu þó haldið boltanum lengi innan liðsins áður en Raheem Sterling kom boltanum á þann þýska sem skoraði. 22 - Ilkay Gündogan has scored his first Premier League goal in 22 games, since netting against Leicester in December last year. Catch. #MCIWBA— OptaJoe (@OptaJoe) December 15, 2020 Gestirnir náðu þó að jafna fyrir hlé og það gerði Semi Ajayi. Eftir aukaspyrnu og mikinn darraðadans, barst boltinn til varnarmannsins sem skaut í varnarmann City og í netið. City reyndi og reyndi í síðari hálfleik að troða inn sigurmarkinu en allt kom fyrir ekki. Sam Johnstone varði og varði í marki WBA. Lokatölur 1-1 og fóru nýliðarnir þakklátir með eitt stig af Etihad. City er nú í 6. sætinu með tuttugu stig, fimm stigum á eftir toppliðunum Tottenham og Liverpool. WBA er með sjö stig í næst neðsta sæti deildarinnar. West Brom earn their first point against Manchester City in the Premier League for the first time since December 2008.A run of 13 consecutive league defeats finally comes to an end. pic.twitter.com/g3WeSpqxho— Squawka Football (@Squawka) December 15, 2020
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti