Úlfarnir afgreiddu Chelsea í uppbótartíma Anton Ingi Leifsson skrifar 15. desember 2020 20:02 Úlfarnir fagna sigurmarkinu dýrmæta. Michael Steele/Getty Images Það var mikil dramatík er Úlfarnir unnu 2-1 sigur á Chelsea í fyrsta leik 13. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Molineux leikvanginum í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Oliver Giroud skoraði fyrsta markið á 50. mínútu. Hann kom þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Ben Chilwell. Jöfnunarmarkið kom stundarfjórðungi síðar. Daniel Podence skoraði þá með frábæru skoti eftir að hafa leikið á áður nefndan Chilwell. Úlfarnir virtust vera fá vítaspyrnu um tíu mínútum fyrir leikslok er Pedro Neto fór niður. Eftir skoðun í VARsjánni ákvað dómari leiksins, Stuart Attwell, þó að dæma ekkert. Það var hins vegar á 96. mínútu sem sigurmarkið kom. Áður nefndur Pedro Neto skoraði þá sigurmarkið eftir undirbúning Vitinha. FT Wolves 2-1 ChelseaPedro Neto's late winner completes a fine comeback win for Wolves as Chelsea miss the chance to go top.Live reaction: https://t.co/LbG5MQyrt7 #WOLCHE #bbcfootball pic.twitter.com/cAxXkaHz3N— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2020 Annar deildarleikurinn í röð sem Chelsea nær ekki að vinna en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig. Úlfarnir eru með tuttugu stig í níunda sætinu. Enski boltinn
Það var mikil dramatík er Úlfarnir unnu 2-1 sigur á Chelsea í fyrsta leik 13. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Molineux leikvanginum í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Oliver Giroud skoraði fyrsta markið á 50. mínútu. Hann kom þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Ben Chilwell. Jöfnunarmarkið kom stundarfjórðungi síðar. Daniel Podence skoraði þá með frábæru skoti eftir að hafa leikið á áður nefndan Chilwell. Úlfarnir virtust vera fá vítaspyrnu um tíu mínútum fyrir leikslok er Pedro Neto fór niður. Eftir skoðun í VARsjánni ákvað dómari leiksins, Stuart Attwell, þó að dæma ekkert. Það var hins vegar á 96. mínútu sem sigurmarkið kom. Áður nefndur Pedro Neto skoraði þá sigurmarkið eftir undirbúning Vitinha. FT Wolves 2-1 ChelseaPedro Neto's late winner completes a fine comeback win for Wolves as Chelsea miss the chance to go top.Live reaction: https://t.co/LbG5MQyrt7 #WOLCHE #bbcfootball pic.twitter.com/cAxXkaHz3N— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2020 Annar deildarleikurinn í röð sem Chelsea nær ekki að vinna en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig. Úlfarnir eru með tuttugu stig í níunda sætinu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti