Flytjum störf en ekki stofnanir út á land Jón Ingi Hákonarson skrifar 16. desember 2020 08:01 Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Byggðamál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar