Vinnur þrettán tíma vaktir hjá bresku póstþjónustunni en ætlar sér stóra hluti á HM í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2020 13:31 Deta Hedman, 61 árs starfsmaður bresku póstþjónustunnar, þreytir frumraun sína á HM í pílukasti í ár. getty/Bryn Lennon Einn af nýliðunum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst í dag er hin 61 árs Deta Hedman. Þessi mikli frumkvöðull í pílukasti hefur keppt í tæplega fjóra áratugi, unnið rúmlega tvö hundruð titla en fær loks tækifæri á HM komin á sjötugsaldri. Hedman hafði betur í baráttu við Fallon Sherrock um að komast á HM í pílukasti. Sherrock sló í gegn á HM í fyrra þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Raunar vann hún tvo leiki áður en hún datt út í þriðju umferð. Tvær konur keppa á HM í pílukasti í ár; Hedman og Lisa Ashton. Þetta er í annað sinn sem Ashton keppir á HM en þetta er hins vegar frumraun hinnar 61 árs Hedmans. Hún er fyrsta svarta konan sem keppir á HM og jafnframt næstelsti nýliðinn í sögu mótsins. Hedman er þó ekki sú fyrsta úr sinni fjölskyldu sem keppir á HM því bróðir hennar, Al, gerði það á HM 2003. Hedman fæddist í Kingston, höfuðborg Jamaíku, 1959 og fluttist til Englands þegar hún var fjórtán ára. Hún byrjaði að keppa í pílukasti um miðjan 9. áratug síðustu aldar og hefur síðan þá unnið meira en tvö hundruð titla í greininni. Þá varð hún fyrsta konan til að vinna karl í leik sem var sýndur í sjónvarpi þegar hún sigraði Aaron Turner á Opna breska meistaramótinu 2005. Hedman hefur orðið fyrir kynþáttafordómum síðan hún byrjaði að keppa og verður enn fyrir þeim en lætur það ekki buga sig. „Kynþáttafordómar eru enn til staðar. Þeir hafa ekki farið neitt og ég held að þeir hverfi aldrei vegna þess hvernig sumt fólk er,“ sagði Hedman við Sky Sports. Meðfram því að keppa í pílukasti vinnur Hedman hjá bresku póstþjónustunni. Hún vinnur fjórar þrettán tíma vaktir í viku. Þrátt fyrir það og að vera komin á sjötugsaldurinn er hvergi nærri hætt. Finish at 4am in morning then 1 last shift 3pm-4am tuesday , then its off to the palace , crowd or no crowd im going to enjoy every minute .Thanks @LstyleTsuyoshi @One80Dart @OfficialPDC @Big5SportsMana1— Deta Hedman (@Deta132) December 14, 2020 „Ég verð eflaust alltaf viðloðandi leikinn þangað til ég dey eða missi minnið. Ég elska þetta enn og á mín augnablik“ sagði Hedman sem ber gælunafnið „Heart of Darts“ vegna góðgerðarstarfs sem hún vinnur með fötluðum börnum. Hedman mætir Andy Boulton í 1. umferð heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Áðurnefnd Lisa Ashton mætir Adam Hunt á morgun. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17:45 í dag. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Portúgala sem á í vandræðum með hugarreikninginn á HM í pílukasti Jólahátíðin hefst í dag hjá aðdáendum pílukasts um víða veröld en þá hefst heimsmeistaramótið í greininni í Alexandra Palace í London. Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti. 15. desember 2020 11:32 Stutt gaman og áhorfendur aftur bannaðir í London Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita verður áhorfendum aftur óheimilt að mæta á íþróttaviðburði í London. Þetta á meðal annars við um heimsmeistaramótið í pílukasti. 15. desember 2020 08:31 HM var í hættu eftir að hann meiddist í sturtu með konunni Michael van Gerwen, pílukastarinn frægi, hefur greint frá því að hann þurfti læknisaðstoð í síðasta mánuði eftir að hann meiddist er hann fór í sturtu með konu sinni, Daphne Govers. 15. desember 2020 07:01 Telur að fjórir berjist um gullið í Ally Pally Páll Sævar Guðjónsson, lýsandi, segir að heimsmeistaramótið í pílu í ár verði keppni fjögurra keppenda um gullið. Mótið hefst í Alexandra Palace í dag. 14. desember 2020 19:31 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Hedman hafði betur í baráttu við Fallon Sherrock um að komast á HM í pílukasti. Sherrock sló í gegn á HM í fyrra þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Raunar vann hún tvo leiki áður en hún datt út í þriðju umferð. Tvær konur keppa á HM í pílukasti í ár; Hedman og Lisa Ashton. Þetta er í annað sinn sem Ashton keppir á HM en þetta er hins vegar frumraun hinnar 61 árs Hedmans. Hún er fyrsta svarta konan sem keppir á HM og jafnframt næstelsti nýliðinn í sögu mótsins. Hedman er þó ekki sú fyrsta úr sinni fjölskyldu sem keppir á HM því bróðir hennar, Al, gerði það á HM 2003. Hedman fæddist í Kingston, höfuðborg Jamaíku, 1959 og fluttist til Englands þegar hún var fjórtán ára. Hún byrjaði að keppa í pílukasti um miðjan 9. áratug síðustu aldar og hefur síðan þá unnið meira en tvö hundruð titla í greininni. Þá varð hún fyrsta konan til að vinna karl í leik sem var sýndur í sjónvarpi þegar hún sigraði Aaron Turner á Opna breska meistaramótinu 2005. Hedman hefur orðið fyrir kynþáttafordómum síðan hún byrjaði að keppa og verður enn fyrir þeim en lætur það ekki buga sig. „Kynþáttafordómar eru enn til staðar. Þeir hafa ekki farið neitt og ég held að þeir hverfi aldrei vegna þess hvernig sumt fólk er,“ sagði Hedman við Sky Sports. Meðfram því að keppa í pílukasti vinnur Hedman hjá bresku póstþjónustunni. Hún vinnur fjórar þrettán tíma vaktir í viku. Þrátt fyrir það og að vera komin á sjötugsaldurinn er hvergi nærri hætt. Finish at 4am in morning then 1 last shift 3pm-4am tuesday , then its off to the palace , crowd or no crowd im going to enjoy every minute .Thanks @LstyleTsuyoshi @One80Dart @OfficialPDC @Big5SportsMana1— Deta Hedman (@Deta132) December 14, 2020 „Ég verð eflaust alltaf viðloðandi leikinn þangað til ég dey eða missi minnið. Ég elska þetta enn og á mín augnablik“ sagði Hedman sem ber gælunafnið „Heart of Darts“ vegna góðgerðarstarfs sem hún vinnur með fötluðum börnum. Hedman mætir Andy Boulton í 1. umferð heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Áðurnefnd Lisa Ashton mætir Adam Hunt á morgun. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17:45 í dag. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Portúgala sem á í vandræðum með hugarreikninginn á HM í pílukasti Jólahátíðin hefst í dag hjá aðdáendum pílukasts um víða veröld en þá hefst heimsmeistaramótið í greininni í Alexandra Palace í London. Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti. 15. desember 2020 11:32 Stutt gaman og áhorfendur aftur bannaðir í London Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita verður áhorfendum aftur óheimilt að mæta á íþróttaviðburði í London. Þetta á meðal annars við um heimsmeistaramótið í pílukasti. 15. desember 2020 08:31 HM var í hættu eftir að hann meiddist í sturtu með konunni Michael van Gerwen, pílukastarinn frægi, hefur greint frá því að hann þurfti læknisaðstoð í síðasta mánuði eftir að hann meiddist er hann fór í sturtu með konu sinni, Daphne Govers. 15. desember 2020 07:01 Telur að fjórir berjist um gullið í Ally Pally Páll Sævar Guðjónsson, lýsandi, segir að heimsmeistaramótið í pílu í ár verði keppni fjögurra keppenda um gullið. Mótið hefst í Alexandra Palace í dag. 14. desember 2020 19:31 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Hvetur fólk til að fylgjast með Portúgala sem á í vandræðum með hugarreikninginn á HM í pílukasti Jólahátíðin hefst í dag hjá aðdáendum pílukasts um víða veröld en þá hefst heimsmeistaramótið í greininni í Alexandra Palace í London. Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti. 15. desember 2020 11:32
Stutt gaman og áhorfendur aftur bannaðir í London Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita verður áhorfendum aftur óheimilt að mæta á íþróttaviðburði í London. Þetta á meðal annars við um heimsmeistaramótið í pílukasti. 15. desember 2020 08:31
HM var í hættu eftir að hann meiddist í sturtu með konunni Michael van Gerwen, pílukastarinn frægi, hefur greint frá því að hann þurfti læknisaðstoð í síðasta mánuði eftir að hann meiddist er hann fór í sturtu með konu sinni, Daphne Govers. 15. desember 2020 07:01
Telur að fjórir berjist um gullið í Ally Pally Páll Sævar Guðjónsson, lýsandi, segir að heimsmeistaramótið í pílu í ár verði keppni fjögurra keppenda um gullið. Mótið hefst í Alexandra Palace í dag. 14. desember 2020 19:31