„Ég var ekki tilbúinn að kveðja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2020 13:59 Guðlaugur skrifar fallegt bréf til móður sinnar á Instagram. Knattpsyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson minnist móður sinnar í færslu á Instagram. Móðir hans Ásta Marta Róbertsdóttir lést 27. nóvember eftir margra ára baráttu við alkahólisma og fíkn. Guðlaugur skrifar til móður sinnar og byrjar á þessum orðum: „Ástkær móðir mín sem ég elskaði af öllu hjarta er látin 47 ára gömul eftir langa baráttu við áfengi og fíkniefni,“ skrifar Guðlaugur og heldur áfram. „Til elskulegrar móður minnar: Ég hef aldrei skilið til fulls orðin „Ég sakna þín“ fyrr en núna. Ég var ekki tilbúinn að kveðja. Vonin lifði svo sterkt með mér að þú næðir fullum bata og kæmir aftur. Vonin hefur verið slökk og það er sárt. Ég veit hvað þú reyndir og hvernig þú barðist. Þú vildir ekkert fremur en að snúa aftur og vera til staðar fyrir börnin þín og barnabarn. Axel var heppin að hafa þig í sínu lífi. Þú elskaðir hann mikið og hann elskaði þig. Ég lofa þér að hann mun aldrei gleyma þér. Þú gerðir þitt allra besta, ég veit það. Lífið var hvorki auðvelt né sanngjarnt gagnvart þér og ég vil að þú vitir að ég er svo stoltur af þér. View this post on Instagram A post shared by G. Victor Pálsson (@victorpalsson) Þú varst góð móðir og besti vinur minn. Síðustu ár voru okkur erfið en þrátt fyrir erfiðleikana á uppvaxtarárunum hefði ég ekki viljað neina aðra mömmu. Góðu minningarnar lifa að eilífu. Þú gerðir mig að því sem ég er og ég mun vinna áfram hörðum höndum að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér, eins og þú vildir. Ég mun áfram gera þig stolta og held áfram að berjast fyrir öllu því sem þú trúðir á og stóðst fyrir. Þíns stóra og hlýja hjarta verður sárt saknað. Þú varst svo góð manneskja og vildir hjálpa öllum sem á þurftu að halda. Þú varst svo elskuleg og umhyggjusöm gagnvart öllum sem urðu á vegi þínum. Mér þykir leitt að ég skildi ekki alltaf erfiðleikana sem þú gekkst í gegnum. Ég fyrirgef þér allt og vona að þú fyrirgefir mér. Ég vil trúa því að friður sé með þér núna á betri stað. Við kveðjumst ekki. Hvar sem þú ert þá áttu alltaf stað í hjarta mínu. Ég hef alltaf og mun alltaf elska þig. Þinn sonur, Gulli Victor“ Þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar Guðlaugur ræddi við Sölva Tryggvason í sumar og þá um hans eigin vandamál í tengslum við áfengi. Þar sagðist knattspyrnukappinn hafa glímt við alls kyns djöfla frá unga aldri sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir sjö árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Fyrir nokkrum árum ræddi Guðlaugur við Hjört Hjartason um baráttu hans við kvíða og áfengi og má sjá það innslagi hér að neðan. Í söfnunarþætti SÁA á dögunum gaf fjölskylda Ástu Mörtu eina milljón króna til styrktar SÁÁ en þá höfðu aðeins liðið nokkrir dagar frá því að móðir Guðlaugs féll frá. Andlát Fótbolti Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Guðlaugur skrifar til móður sinnar og byrjar á þessum orðum: „Ástkær móðir mín sem ég elskaði af öllu hjarta er látin 47 ára gömul eftir langa baráttu við áfengi og fíkniefni,“ skrifar Guðlaugur og heldur áfram. „Til elskulegrar móður minnar: Ég hef aldrei skilið til fulls orðin „Ég sakna þín“ fyrr en núna. Ég var ekki tilbúinn að kveðja. Vonin lifði svo sterkt með mér að þú næðir fullum bata og kæmir aftur. Vonin hefur verið slökk og það er sárt. Ég veit hvað þú reyndir og hvernig þú barðist. Þú vildir ekkert fremur en að snúa aftur og vera til staðar fyrir börnin þín og barnabarn. Axel var heppin að hafa þig í sínu lífi. Þú elskaðir hann mikið og hann elskaði þig. Ég lofa þér að hann mun aldrei gleyma þér. Þú gerðir þitt allra besta, ég veit það. Lífið var hvorki auðvelt né sanngjarnt gagnvart þér og ég vil að þú vitir að ég er svo stoltur af þér. View this post on Instagram A post shared by G. Victor Pálsson (@victorpalsson) Þú varst góð móðir og besti vinur minn. Síðustu ár voru okkur erfið en þrátt fyrir erfiðleikana á uppvaxtarárunum hefði ég ekki viljað neina aðra mömmu. Góðu minningarnar lifa að eilífu. Þú gerðir mig að því sem ég er og ég mun vinna áfram hörðum höndum að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér, eins og þú vildir. Ég mun áfram gera þig stolta og held áfram að berjast fyrir öllu því sem þú trúðir á og stóðst fyrir. Þíns stóra og hlýja hjarta verður sárt saknað. Þú varst svo góð manneskja og vildir hjálpa öllum sem á þurftu að halda. Þú varst svo elskuleg og umhyggjusöm gagnvart öllum sem urðu á vegi þínum. Mér þykir leitt að ég skildi ekki alltaf erfiðleikana sem þú gekkst í gegnum. Ég fyrirgef þér allt og vona að þú fyrirgefir mér. Ég vil trúa því að friður sé með þér núna á betri stað. Við kveðjumst ekki. Hvar sem þú ert þá áttu alltaf stað í hjarta mínu. Ég hef alltaf og mun alltaf elska þig. Þinn sonur, Gulli Victor“ Þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar Guðlaugur ræddi við Sölva Tryggvason í sumar og þá um hans eigin vandamál í tengslum við áfengi. Þar sagðist knattspyrnukappinn hafa glímt við alls kyns djöfla frá unga aldri sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir sjö árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Fyrir nokkrum árum ræddi Guðlaugur við Hjört Hjartason um baráttu hans við kvíða og áfengi og má sjá það innslagi hér að neðan. Í söfnunarþætti SÁA á dögunum gaf fjölskylda Ástu Mörtu eina milljón króna til styrktar SÁÁ en þá höfðu aðeins liðið nokkrir dagar frá því að móðir Guðlaugs féll frá.
Andlát Fótbolti Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira