NFL-liðið Washington Redskins breytti nafni sínu í Washington Football Team fyrir ekki svo löngu. Redskins þótti vera móðgandi fyrir frumbyggja Bandaríkjanna.
Cleveland ætlar nú að fara sömu leið og henda Indians nafninu eftir næsta tímabil. Fyrir tveimur árum breytti Cleveland um merki og tók indjánann, Wahoo höfðingja, úr því. Nýtt merki Cleveland er einfaldlega bókstafurinn C.
Cleveland hefur borið Indians nafnið síðan 1915, eða í 105 ár. Áður hét félagið Cleveland Naps eftir stjörnuleikmanninum og þjálfaranum Nap Lajoie. Cleveland gæti tekið það nafn upp á ný. Meðal annarra nafna sem hafa verið nefnd eru Cleveland Spiders og Cleveland Rocks.
Cleveland varð síðast meistari 1948 og hefur því beðið eftir meistaratitli í rúm sjötíu ár.