Veldu Vestmannaeyjar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa 14. desember 2020 08:01 Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin lífsgæði og meira frelsi Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja fjölmargir ótvíræðir kostir, stuttar vegalengdir og má segja að þú fáir fleiri klukkustundir í sólahringinn sem þú getur nýtt í óviðjafnanlegri náttúru í stað þess að sitja t.d. fastur í umferðarteppu. Tíminn er án efa ein takmarkaðasta og því dýrmætasta auðlind einstaklingsins sem þú færð einfaldlega meira af í Vestmannaeyjum. Í dag eru engir biðlistar á leikskóla sveitarfélagsins og 12 mánaða börn komast inn á leikskóla. Grunnskólar og tónlistarskóli sveitarfélagsins búa yfir metnaðarfullu starfsliði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, stofnun ársins, er framúrskarandi menntastofnun og er möguleiki á stað- og fjarnámi á háskólastigi í Vestmannaeyjum. Þjónustustig er gott í Vestmannaeyjum, frábærir veitingastaðir og fjölbreyttar verslanir í fallegum og lifandi miðbæ. Íþrótta- og tómstundastarf í fremstu röð Mikil og sterk íþróttahefð einkennir Vestmannaeyjar og hafa félagslið ÍBV íþróttafélags m.a. verið í fremstu röð í knattspyrnu og handknattleik og alið af sér fjölmarga afreksmenn og þjálfara sem leitt hafa landslið til góðra verka. Skipulögð æskulýðsstarfsemi er öflug í samfélaginu en nýverið var sett á laggirnar rafíþróttadeild og hefur fimleikafélaginu Rán vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og iðkendafjöldi þeirra aukist. Sunddeild, körfuknattleikur, skákfélag, blak, badminton, Ægir íþróttafélag fatlaðra, skátahreyfingin, hlaupahópur, sjósundshópur, björgunarsveitin, leikfélagið og skotfimifélag svo eitthvað sé nefnt. Góðgerðarfélög og önnur félagasamtök eru einnig fjölmenn í Eyjum og auðga samfélagið með gjafmildi, samfélagslegri ábyrgð og menningarviðburðum. Almannaheillastarfsemi er öflug í sveitarfélaginu, möguleikarnir eins og dæmin sanna nær ótæmandi og í Vestmannaeyjum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gleði og samheldni Vestmannaeyingar eru ekki síst þekktir fyrir að halda uppi stuði enda fá þeir söngtextana og gleðina með brjóstamjólkinni en þjóðhátíðarhefð Eyjamanna, með hvítu tjöldunum, brennunni, flugeldunum og brekkusöngnum er eitthvað sem enginn leikur eftir, þó margir reyni. Þessi samkennd er ekki bara tengd gleðistundum því á erfiðum tímum þegar vandi, sorg eða hætta steðjar að sameinast samfélagið í að vinna bug á vandanum, hvort sem það er eldgos, aflabrestur, eða heimsfaraldur og hefur samtakamátturinn án efa verið það afl sem helst hefur tryggt byggð í Vestmannaeyjum. Hagkvæmt að búa í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er húsnæðisverð viðráðanlegt ólíkt því á höfuðborgarsvæðinu og eldsneytiskostnaður í lágmarki þar sem vegalengdir eru stuttar. Fjölbreytni í atvinnulífi fer vaxandi og hefur einstaklingum fjölgað sem flytjast til Vestmannaeyja, taka störf sín með sér og sinna fjarvinnu í rólegheitum og náttúrufegurð landsbyggðarinnar, þar sem hægt er að njóta þess að fara heim í hádegishléinu, já eða skella sér upp á eldfjall. Sækjum fram Undirrituð telja mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu og fjarnámi vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt og vilja beina sjónum landsmanna að þeim möguleika að búa og starfa í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er í boði úrvalsþjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar. Í okkar huga er það engin spurning, Veldu Vestmannaeyjar! Höfundar eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar