Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 07:33 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir fyrirvara Framsóknarmanna við málið vera alveg skýrir og verði frumvarpið ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá. Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þar segir að þingflokkar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri sterka fyrirvara við frumvarpið og segir Sigurður Ingi að fyrirvarar Framsóknarmanna séu alveg skýrir og verði það ekki samþykkt nema þeir „haldi alla leið“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu „í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Samkvæmt frumvarpinu myndi þjóðgarðurinn ná yfir um 32 prósent af flatarmáli landsins. Njáll Trausti mun ekki greiða atkvæði með Efasemdaraddir hafa heyrst úr röðum stjórnarþingmanna. Þannig hefur Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagt frumvarpið vera í „fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu eins og það er núna. Stuðningurinn meiri en áður Fyrr í mánuðinum sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu að víðtækt samráð hafi verið haft við sveitarfélögin og viti hann að stuðningur við málið sé það miklu meiri en áður. „Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ sagði Guðmundur þá.
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18