„Ísland vill sýna gott fordæmi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
„Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54
Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49
Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08