Óvenju hlýtt miðað við árstíma en of snemmt að segja til um jólaveðrið Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:02 Fyrstu dagar desembermánaðar hafa verið óvenju hlýir. Þessi mynd var tekin fyrir ári síðan, þegar Reykjavík var í vetrarbúningi. Vísir/Vilhelm Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar er 0,2 stigum hærri en hefur verið að meðaltali síðustu tíu árin í Reykjavík. Dagarnir voru þó hlýrri á sama tíma árið 2016 en að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er vissulega óvenjulega hlýtt. Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður. Veður Jól Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður.
Veður Jól Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira