Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2020 08:01 Álag á bæði flugmenn og orrustuþotur Taívan hefure verið mikið á árinu. EPA/RITCHIE B. TONGO Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. Bara þau flug þar sem þotur hafa verið sendar til móts við kínverskar þotur yfir Taívansundi hafa kostað ríkið um það bil 903 milljónir dala. Svipaða sögu er að segja á legi þar sem frá nóvember í fyrra til nóvember núna í ár hafa áhafnir herskipa Taívan 1.223 sinnum þurft að sigla til móts við herskip Kína. Þeim verkefnum hefur fjölgað um 400, samanborið við sama tímabil ári áður. Samhliða þessari mikilli aukningu á álagi flugmanna og sjóliða, hefur ástand herafla Taívan versnað og geta hans dregist saman. Veruleg vandamál varðandi þjálfun varaliðs hers Taívan, sem er að mestu skipaður af sjálfboðaliðum. Heraflinn á þó að búa að tæplega þriggja milljóna varaliði. Meðlmir þess segjast hafa fengið litla sem enga þjálfun og jafnvel að þeir hafi bara einu sinni skotið úr byssu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar þar sem því er meðal annars haldið fram að ráðamenn í Kína séu í raun byrjaðir að herja á Taívan með óhefðbundnum hætti. Markmiðið sé ekki að sigra Taívan hernaðarlega heldur auka þrýstinginn á eyríkið jafnt og þétt og draga móðinn úr íbúum þess. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Í umfjöllun Reuters segir þar að auki að nú þegar íbúar Taívan hafa séð hvernig komið hefur verið fram við lýðræðissinna í Hong Kong hafi þeir mögulega betri hugmynd hvernig aðstæður þeirra gætu breyst taki Kommúnistaflokkur Kína yfir stjórn eyjunnar. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan segja markverða breytingu hafa átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína á þessu ári. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Undanfarin ár hafa ráðmenn í Kína varið miklum fjármunum í að nútímavæða herafla landsins. Samhliða aukinni hernaðargetu hefur sjálftraust herforngja landsins aukist og hafa greinendur innan herafla Bandaríkjanna lýst yfir áhyggjum af því að Kínverjar telji sig geta hernumið Taívan. Starfsmenn varnarmálaráðuneytis Taívan eru þó ekki sammála því. Þrátt fyrir yfirburði Kínverja þyrftu þeir að flytja hermenn á skipum minnst 130 kílómetra yfir sundið á milli ríkjanna. Sú för yrði án efa blóðug. Þá hafa yfirvöld í Taívan haft 70 ár til að víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Í skýrslu um getu Kínverja sem sérfræðingar hers Taívan skrifa á ári hverju segir að þó Kínverjar búi yfir öflugum nútímavopnum og fjölmörgum hermönnum sé geta ríkisins til að flytja þá yfir sundið ekki til staðar. Sömuleiðis búi Kínverjar ekki yfir nægilega öflugu birgðaneti. Eins og greint er frá í umfjöllun Reuters yrði það mjög slæmt fyrir yfirráð Bandaríkjanna í Kyrrahafinu ef Kommúnistaflokkur Kína næði völdum í Taívan. Um árabil hafa Bandaríkjamenn kallað Kyrrahafið bakgarð sinn og hefur ríkið verið þar allsráðandi. Undanfarna mánnuði hafa ráðamenn í Bandaríkjunum gengið hart fram gegn Kína og aukið samskipti sín við Taívan. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði nýverið berum orðum að eyríkið tilheyrði ekki Kína og féllu þau ummæli ekki í kramið í Peking. Sjá einnig: Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Spenna hefur aukist töluvert á svæðinu, bæði í tengslum við Taívan og í tengslum við ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínhafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið fyrir eldflaugum, flugvöllum og öðru. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja ólíklegt að til hefðbundins stríðs komi á milli Kína og Taívan á næstunni. Bæði vegna þess að sigur Kínverja yrði ekki tryggður og að ráðamenn í Kína yrðu líklegast útskúfaðir af alþjóðasamfélaginu. Því hafi æðstu ráðamenn Kína ákveðið að beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan. Með því að þvinga mun smærri herafla eyríkisins til að bregðast við aðgerðum þeirra verði hægt að draga úr þeim móðinn til lengdar. Það muni reyna að flugmenn Taívan, flugvélar og fjármálin. Þar að auki eigi stanslausar ógnanir að hafa slæm áhrif á hermenn í Taívan. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa ráðlagt ráðamönnum í Taívan að draga úr viðbrögðum sínum og senda ekki orrustuþotur til móts við kínverskar flugvélar í hvert sinn sem þeim er flogið inn í loftrýmiseftirlitssvæði þeirra. Það hafa Taívanar þó ekki tekið vel í. Ráðamenn í Taívan eru þó að bíða eftir því hvaða afstöðu Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, mun taka gagnvart eyríkinu og Kína. Enn sem komið er hefur lítið verið gefið upp í þeim málum og neituðu Biden-liðar að svara fyrispurnum Reuters. Taívan Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bara þau flug þar sem þotur hafa verið sendar til móts við kínverskar þotur yfir Taívansundi hafa kostað ríkið um það bil 903 milljónir dala. Svipaða sögu er að segja á legi þar sem frá nóvember í fyrra til nóvember núna í ár hafa áhafnir herskipa Taívan 1.223 sinnum þurft að sigla til móts við herskip Kína. Þeim verkefnum hefur fjölgað um 400, samanborið við sama tímabil ári áður. Samhliða þessari mikilli aukningu á álagi flugmanna og sjóliða, hefur ástand herafla Taívan versnað og geta hans dregist saman. Veruleg vandamál varðandi þjálfun varaliðs hers Taívan, sem er að mestu skipaður af sjálfboðaliðum. Heraflinn á þó að búa að tæplega þriggja milljóna varaliði. Meðlmir þess segjast hafa fengið litla sem enga þjálfun og jafnvel að þeir hafi bara einu sinni skotið úr byssu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar þar sem því er meðal annars haldið fram að ráðamenn í Kína séu í raun byrjaðir að herja á Taívan með óhefðbundnum hætti. Markmiðið sé ekki að sigra Taívan hernaðarlega heldur auka þrýstinginn á eyríkið jafnt og þétt og draga móðinn úr íbúum þess. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Í umfjöllun Reuters segir þar að auki að nú þegar íbúar Taívan hafa séð hvernig komið hefur verið fram við lýðræðissinna í Hong Kong hafi þeir mögulega betri hugmynd hvernig aðstæður þeirra gætu breyst taki Kommúnistaflokkur Kína yfir stjórn eyjunnar. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan segja markverða breytingu hafa átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína á þessu ári. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Undanfarin ár hafa ráðmenn í Kína varið miklum fjármunum í að nútímavæða herafla landsins. Samhliða aukinni hernaðargetu hefur sjálftraust herforngja landsins aukist og hafa greinendur innan herafla Bandaríkjanna lýst yfir áhyggjum af því að Kínverjar telji sig geta hernumið Taívan. Starfsmenn varnarmálaráðuneytis Taívan eru þó ekki sammála því. Þrátt fyrir yfirburði Kínverja þyrftu þeir að flytja hermenn á skipum minnst 130 kílómetra yfir sundið á milli ríkjanna. Sú för yrði án efa blóðug. Þá hafa yfirvöld í Taívan haft 70 ár til að víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Í skýrslu um getu Kínverja sem sérfræðingar hers Taívan skrifa á ári hverju segir að þó Kínverjar búi yfir öflugum nútímavopnum og fjölmörgum hermönnum sé geta ríkisins til að flytja þá yfir sundið ekki til staðar. Sömuleiðis búi Kínverjar ekki yfir nægilega öflugu birgðaneti. Eins og greint er frá í umfjöllun Reuters yrði það mjög slæmt fyrir yfirráð Bandaríkjanna í Kyrrahafinu ef Kommúnistaflokkur Kína næði völdum í Taívan. Um árabil hafa Bandaríkjamenn kallað Kyrrahafið bakgarð sinn og hefur ríkið verið þar allsráðandi. Undanfarna mánnuði hafa ráðamenn í Bandaríkjunum gengið hart fram gegn Kína og aukið samskipti sín við Taívan. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði nýverið berum orðum að eyríkið tilheyrði ekki Kína og féllu þau ummæli ekki í kramið í Peking. Sjá einnig: Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Spenna hefur aukist töluvert á svæðinu, bæði í tengslum við Taívan og í tengslum við ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínhafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið fyrir eldflaugum, flugvöllum og öðru. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja ólíklegt að til hefðbundins stríðs komi á milli Kína og Taívan á næstunni. Bæði vegna þess að sigur Kínverja yrði ekki tryggður og að ráðamenn í Kína yrðu líklegast útskúfaðir af alþjóðasamfélaginu. Því hafi æðstu ráðamenn Kína ákveðið að beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan. Með því að þvinga mun smærri herafla eyríkisins til að bregðast við aðgerðum þeirra verði hægt að draga úr þeim móðinn til lengdar. Það muni reyna að flugmenn Taívan, flugvélar og fjármálin. Þar að auki eigi stanslausar ógnanir að hafa slæm áhrif á hermenn í Taívan. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa ráðlagt ráðamönnum í Taívan að draga úr viðbrögðum sínum og senda ekki orrustuþotur til móts við kínverskar flugvélar í hvert sinn sem þeim er flogið inn í loftrýmiseftirlitssvæði þeirra. Það hafa Taívanar þó ekki tekið vel í. Ráðamenn í Taívan eru þó að bíða eftir því hvaða afstöðu Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, mun taka gagnvart eyríkinu og Kína. Enn sem komið er hefur lítið verið gefið upp í þeim málum og neituðu Biden-liðar að svara fyrispurnum Reuters.
Taívan Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira