Sjálfsmark Aubameyang tryggði Burnley sigur Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. desember 2020 21:08 Vesen. vísir/Getty Það gengur hvorki né rekur hjá Arsenal þessa dagana og ekki vænkaðist hagur þeirra með tapi gegn Burnley á heimavelli í kvöld. Bæði lið hafa verið í töluverðum vandræðum að undanförnu og leikurinn í kvöld bar þess merki. Það dró til tíðinda eftir tæplega klukkutíma leik þegar Granit Xhaka gerðist sekur um algjöran dómgreindabrest þegar hann tók Ashley Westwood, miðjumann Burnley, léttu hálstaki. Eftir að atvikið hafði verið skoðað í VAR fékk Xhaka að líta rautt spjald. Arsenal fans rage at 'brainless' Granit Xhaka after midfielder is sent off against Burnley https://t.co/yH18tCpspk— FBI Trader Media (@MediaFbi) December 13, 2020 Á 74.mínútu varð hinn ískaldi Pierre Emerick Aubameyang fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir hornspyrnu Burnley. Reyndist það eina mark leiksins. Lokatölur 0-1 fyrir Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliði Burnley en Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal. Á sama tíma fékk Leicester heimsókn frá Brighton og er skemmst frá því að segja að heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur þar sem Jamie Vardy og James Maddison fóru mikinn. Enski boltinn
Það gengur hvorki né rekur hjá Arsenal þessa dagana og ekki vænkaðist hagur þeirra með tapi gegn Burnley á heimavelli í kvöld. Bæði lið hafa verið í töluverðum vandræðum að undanförnu og leikurinn í kvöld bar þess merki. Það dró til tíðinda eftir tæplega klukkutíma leik þegar Granit Xhaka gerðist sekur um algjöran dómgreindabrest þegar hann tók Ashley Westwood, miðjumann Burnley, léttu hálstaki. Eftir að atvikið hafði verið skoðað í VAR fékk Xhaka að líta rautt spjald. Arsenal fans rage at 'brainless' Granit Xhaka after midfielder is sent off against Burnley https://t.co/yH18tCpspk— FBI Trader Media (@MediaFbi) December 13, 2020 Á 74.mínútu varð hinn ískaldi Pierre Emerick Aubameyang fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir hornspyrnu Burnley. Reyndist það eina mark leiksins. Lokatölur 0-1 fyrir Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliði Burnley en Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal. Á sama tíma fékk Leicester heimsókn frá Brighton og er skemmst frá því að segja að heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur þar sem Jamie Vardy og James Maddison fóru mikinn.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti