Guaita hetja Palace er liðið náði í stig gegn Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 16:15 Vicente Guaita var frábær í dag. Glyn Kirk/Getty Images Crystal Palace og Tottenham Hotspur gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Vicente Guaita, markvörður Palace, reyndist hetja leiksins. Guaita hafði varið vel í þrígang er Harry Kane kom Tottenham yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Má setja spurningamerki við markvörðinn þar sen skot Kane flökti á leiðinni sem virtist trufla Guaita í marki heimamanna. Staðan var 0-1 í hálfleik en þegar tók að líða á síðari hálfleikinn tók Palace völdin. Eftir hverja sóknina á fætur annarri þá jafnaði Jeffrey Schlupp metin eftir að Hugo Lloris hafði varið aukaspyrnu Eberechi Eze á 81. mínútu. Harry Kane hélt hann hefði komið gestunum yfir á nýjan leik með skalla af stuttu færi en Guaita varði vel. Markvörðurinn var svo aftur á ferðinni þegar hann blakaði frábærri aukaspyrnu Eric Dier í slá undir lok leiks. Lokatölur 1-1 í hörku leik á Selhurst Park. We're contractually obliged to ask you for the @etoro Man of the Match but the answer is Vicente Guaita.#CPFC | #CRYTOT— Crystal Palace F.C. (@CPFC) December 13, 2020 Tottenham heldur toppsætinu – allavega þangað til Liverpool lýkur leik sínum í dag – á meðan Crystal Palace er í 11. sæti deildarinnar. Í fyrsta leik dagsins vann Southampton 3-0 sigur á Sheffield United. Mörkin skoruðu þeir Che Adams, Stuart Armstrong og Nathan Redmond. Southampton er 3. sæti með 23 stig en Sheffield á botni deildarinnar með aðeins eitt stig. Enski boltinn
Crystal Palace og Tottenham Hotspur gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Vicente Guaita, markvörður Palace, reyndist hetja leiksins. Guaita hafði varið vel í þrígang er Harry Kane kom Tottenham yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Má setja spurningamerki við markvörðinn þar sen skot Kane flökti á leiðinni sem virtist trufla Guaita í marki heimamanna. Staðan var 0-1 í hálfleik en þegar tók að líða á síðari hálfleikinn tók Palace völdin. Eftir hverja sóknina á fætur annarri þá jafnaði Jeffrey Schlupp metin eftir að Hugo Lloris hafði varið aukaspyrnu Eberechi Eze á 81. mínútu. Harry Kane hélt hann hefði komið gestunum yfir á nýjan leik með skalla af stuttu færi en Guaita varði vel. Markvörðurinn var svo aftur á ferðinni þegar hann blakaði frábærri aukaspyrnu Eric Dier í slá undir lok leiks. Lokatölur 1-1 í hörku leik á Selhurst Park. We're contractually obliged to ask you for the @etoro Man of the Match but the answer is Vicente Guaita.#CPFC | #CRYTOT— Crystal Palace F.C. (@CPFC) December 13, 2020 Tottenham heldur toppsætinu – allavega þangað til Liverpool lýkur leik sínum í dag – á meðan Crystal Palace er í 11. sæti deildarinnar. Í fyrsta leik dagsins vann Southampton 3-0 sigur á Sheffield United. Mörkin skoruðu þeir Che Adams, Stuart Armstrong og Nathan Redmond. Southampton er 3. sæti með 23 stig en Sheffield á botni deildarinnar með aðeins eitt stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti