Stillum fókusinn Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 11. desember 2020 10:31 Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Heimilisofbeldi Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun