Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2020 08:41 Miklar umræður sköpuðust um Fjölskylduhjálpina í vikunni á Mæðra tips á Facebook. Nokkrir gagnrýndu formanninn þar harðlega. Grafík/Hafsteinn Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér. Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér.
Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent