Víðir liggur heima með lungnabólgu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2020 13:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum er enn talsvert veikur og glímir við lungnabólgu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir rúmum þremur vikum. Aðrir heimilismenn eru þó við góða heilsu, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur segir í samtali við fréttastofu að Víðir hafi verið nokkuð veikur í síðustu viku. Þegar Rögnvaldur heyrði í honum í gær hafi hann verið ögn skárri en hann hefur verið síðustu daga. „Það er örlítill dagamunur á honum og allt í jákvæða átt en hann er náttúrulega með lungnabólgu og er að glíma við hana. Mikill hósti og ekki hundrað prósent mettun sem fylgir því þannig að hann er þreyttur og svo tekur hitinn sig upp af og til líka eins og gengur og gerist í svona. Þannig að hann er bara að safna kröftum,“ sagði Rögnvaldur. Víðir fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans fyrr í mánuðinum vegna íferðar í lungum en hefur annars glímt við veikindin heima hjá sér. Rögnvaldur segir að aðrir heimilismenn sem smituðust af veirunni séu við góða heilsu. „Víðir var sá óheppni í hópnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23 Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur segir í samtali við fréttastofu að Víðir hafi verið nokkuð veikur í síðustu viku. Þegar Rögnvaldur heyrði í honum í gær hafi hann verið ögn skárri en hann hefur verið síðustu daga. „Það er örlítill dagamunur á honum og allt í jákvæða átt en hann er náttúrulega með lungnabólgu og er að glíma við hana. Mikill hósti og ekki hundrað prósent mettun sem fylgir því þannig að hann er þreyttur og svo tekur hitinn sig upp af og til líka eins og gengur og gerist í svona. Þannig að hann er bara að safna kröftum,“ sagði Rögnvaldur. Víðir fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans fyrr í mánuðinum vegna íferðar í lungum en hefur annars glímt við veikindin heima hjá sér. Rögnvaldur segir að aðrir heimilismenn sem smituðust af veirunni séu við góða heilsu. „Víðir var sá óheppni í hópnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23 Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23
Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01