Fimm mánaða fangelsi fyrir að sviðsetja hótanir og hatursorðræðu gegn sjálfri sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 22:53 Héraðsdómur í Osló komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til annars en að konan hafi sjálf sett á svið hótanir gegn sjálfri sér. EPA/Cornelius Poppe Kona á fertugsaldri í Osló hefur verið dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að falsa hatursorðræðu og sviðsetja hótanir gegn sjálfri sér. Konan er meðal annars dæmd fyrir að hafa krotað rasísk skilaboð á glugga íbúðarinnar þar sem hún býr og fyrir að kveikja eld fyrir utan heimili sitt. Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað. Noregur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað.
Noregur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira