Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 21:17 Frá fundi Alþingis í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar leggur til ríflega 55 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga. Að teknu tilliti til þessa breytinga er gert ráð fyrir að hallinn nemi rúmum 319,9 milljörðum króna á næsta ári, en ekki 264 milljörðum líkt og gert var ráð fyrir í fyrstu drögum frumvarpsins. Mestu munar þar um 19,8 milljarða vegna viðspyrnustyrkja og sex milljarða vegna framlengingar á hlutabótaleiðinni svokölluðu. „Frá þeim tíma þegar forsendur frumvarpsins voru ljósar hefur efnahagsframvindan reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Sú efnahagsþróun er nær því sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti sem dökka sviðsmynd í greinargerð með fjármálaáætlun en grunnsviðsmyndinni sem byggðist á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í þessu ljósi var ákveðið að bæta við áður ákveðnar mótvægisaðgerðir stjórnvalda og þær kynntar hinn 20. nóvember,“ segir í meirihlutaálitinu. Þá er jafnframt gert ráð fyrir auknu fjármagni í ýmsa aðra málaflokka. Þannig er til að mynda gert ráð fyrir hátt í 200 milljóna króna hækkun til öryggis- og varnarmála sem heyra undir utanríkisráðuneytið vegna netöryggismála og 64 milljóna hækkun til að mæta útgjöldum vegna samningaviðræðna við Breta í kjölfar Brexit. Þá er gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem nemur 466 milljónum sem alfarið er ætlað til að greiða „sanngirnisbætur vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður,“ líkt og það er orðað í nefndarálitinu. Þá má nefna 140 milljóna viðbótarframlag til Ríkisútvarpsins þar sem „þar sem tekjuáætlun af útvarpsgjaldi hefur verið uppfærð frá því sem miðað var við í frumvarpinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira