Hinn grenjandi minnihluti Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. desember 2020 13:30 Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Þjóðgarðar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar