„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var til viðtals í Brennslunni á FM957 í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira