Ferðast 114 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:00 Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn hafa hannað og unnið að götumynd Aðalstrætis eins og það leit út fyrir 114 árum. Vísir/Egill Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma. Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón
Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira