Heilbrigðisráðherra vongóður um útbreidda bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 21:40 Svandís Svavarsdóttir segist vongóð um góða þátttöku almennings í bólusetningu við veirunni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vongóð um að þátttaka almennings í bólusetningu við Covid-19 verði góð. Íslendingar hafi alla jafnan verið jákvæðir gagnvart bólusetningum og það skipti miklu máli fyrir samfélagið allt að fólk taki þátt. „Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24
Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07
92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33