Heilbrigðisráðherra vongóður um útbreidda bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 21:40 Svandís Svavarsdóttir segist vongóð um góða þátttöku almennings í bólusetningu við veirunni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vongóð um að þátttaka almennings í bólusetningu við Covid-19 verði góð. Íslendingar hafi alla jafnan verið jákvæðir gagnvart bólusetningum og það skipti miklu máli fyrir samfélagið allt að fólk taki þátt. „Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
„Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
„Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24
Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07
92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33