Misjafnt eftir félögum hvort bæði karlar og konur megi æfa vegna nýju reglnanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 15:35 Karlalið FH má æfa aftur 10. desember en kvennalið FH þarf að bíða allavega til 12. janúar eftir því að komast aftur af stað. vísir/hulda margrét Breytingar á sóttvarnareglum leggjast misvel í íþróttahreyfinguna. Hjá sumum félögum má meistaraflokkur karla æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“
Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira