Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir féllust saman á nokkrar breytingar í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05
Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50