Æfingabann á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag.
Íþróttaæfingar fullorðinna innan ÍSÍ heimilar í efstu deild, fá leyfi, með og án snertingar.
Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Eftir fundinn staðfesti heilbrigðisráðherra að æfingabanni hefur nú verið aflétt. Reglurnar sem voru tilkynntar í dag gilda frá og með fimmtudeginum 10. desember.
Íslenskt íþróttafólk, þ.e. fullorðnir og unglingar, hefur hvorki mátt æfa né keppa í tvo mánuði. Íþróttir barna voru þó leyfðar í síðasta mánuði.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Er verið að tala um meistaraflokk þegar talað er um "efstu deild"?
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) December 8, 2020
Mega leikmenn í B-deildum handbolta og körfu ekki æfa?
Hvað með íþróttir þar sem eru engar deildir per say eins og þjóðarsportið Badminton?