Bílstjórar kröfðust milljóna en þurfa í staðinn að borga 700 þúsund hvor Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 23:23 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, sem er á Ísafirði. Vísir/Egill Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku fyrirtæki á Vestfjörðum af kröfum tveggja fyrrverandi starfsmanna um vangoldin laun. Mennirnir kröfðust milljóna frá fyrirtækinu en sátu á endanum uppi með hundruð þúsunda í málskostnað. Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann. Dómsmál Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira