Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 18:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fjallað hefur verið um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis í fjölmiðlum um helgina en hún kom til landsins frá Danmörku á föstudag og fór ekki í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Daginn eftir mætti hún á mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli og fór því heldur ekki eftir reglum um sóttkví. Elísabet var gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpsþætti hans Podcast með Sölva Tryggva 20. nóvember síðastliðinn. Þar hélt hún því m.a. fram að einkennalausir gætu ekki smitað annað fólk af kórónuveirunni. „Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,“ sagði Elísabet. Margsannað að einkennalausir smiti aðra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þetta væri einfaldlega alrangt hjá Elísabetu. Það væri margbúið að sýna fram á það að einkennalausir smituðu út frá sér, líkt og sérfræðingar hafa ítrekað haldið fram síðustu mánuði. „Við sjáum það á þeim sýnum sem við erum að taka á einkennalausu fólki, þar sem mælist mjög mikið af veiru. Þannig að þetta er margsannað og þetta er bara ekki rétt það sem fjölmiðlar eru með. Ég hef nú ekki hlustað á það sem þú ert að vitna til en mér finnst það bara sorglegt að læknismenntað fólk skuli halda svona fram eftir að hafa fengið ágætismenntun í læknisfræði hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Þetta er alrangt. Þetta er mjög vel þekkt með inflúensu til dæmis, bæði heimsfaraldur inflúensu og árlegu inflúensuna. Menn eru byrjaðir að smita sólarhring áður en þeir veikjast enda er meðgöngutíminn þar mjög stuttur. Þetta gildir um inflúensu, aðrar veirur og svo sannarlega um kórónuveiruna sem nú er í gangi. Og það eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þetta. Þannig að þetta er gjörsamlega rangt meðfarið.“ Ekki í takti við raunveruleg vísindi Inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af því að fólk tæki málflutning Elísabetar trúanlegan sagði Þórólfur að erfitt væri að leggja mat á það en hann vonaði að svo væri ekki. „En þetta hljómar mjög undarlega og er ekki í neinum takti við raunveruleg vísindi eða raunverulegar niðurstöður rannsókna. Þannig að hvað liggur að baki því að menn tali svona veit ég nú ekki.“ Mál Elísabetar er nú til skoðunar hjá lögreglu á Suðurnesjum en hún virðist hafa brotið sóttvarnalög eftir að hafa ekki hlýtt sóttkví um helgina, líkt og áður var getið. Þá er Elísabet ekki lengur með starfsleysi til lækninga hér á landi, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins nú síðdegis. Þar segir að starfsleyfi hennar hafi verið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32