Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2020 13:40 Árni Pétur Jónsson er forstjóri Skeljungs. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. Daníel Orri Árnason, sonur Árna Péturs, sem átti 100 þúsund hluti seldi þá á genginu 8,75. Þeir feðgar eiga enga hluti í Skeljungi eftir söluna í morgun. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Félag sem er meðal annars að stórum hluta í eigu Ingibjargar Pálmadóttur stendur fyrir yfirtökutilboði í Skeljung. Tilboðsyfirlitið var opinberað í gær og gildir í fjórar vikur. Tilboðið hljóðar upp á 8,315 krónur á hvern hlut. Gengi bréfa Skeljungs við lokun markaða á föstudag var 8,8 krónur á hlut. Feðgarnir seldu sína hluti á örlítið læra gengi. Ingibjörg og Jón Ásgeir í yfirtöku Félögin þrjú sem hyggja á yfirtöku Skeljungs eru 365 hf, RES 9 og RPF. Félögin sameinast í félaginu Streng ehf þar sem 365 og RES 9 eiga 38% hlut hvort félag og Loran 24% hlut. Ingibjörg Pálmadóttir á félagið 365 sem er eitt þriggja félaga sem stefnir á yfirtöku í Skeljungi.Vísir/Vilhelm 365 hf er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, er stjórnarformaður í Skeljungi. Þá er hann varamaður í stjórn 365. Hjónin Sigurður Bollason og Nanna Björk Ásgrímsdóttir eiga 50% RES 9 í gegnum annað félag. Hin 50% eru í eigu erlends félags, No 9 Investments Limited. Ætla að skrá Skeljung úr Kauphöllinni Fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins að RPF sé í jafnri eigu Loran ehf, í eigu Þórarins A. Sævarssonar stjórnarmanns í Skeljungi, og Premir eignarhaldsfélags, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.Vísir/Vilhelm Árni Pétur var ráðinn forstjóri Skeljungs eftir að Jón Ásgeir var kominn inn í stjórn félagsins. Þeir hafa unnið mikið saman undanfarin ár. Jón Ásgeir var forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs Group sem átti Haga var og var stærsti hluthafinn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyrirtæki. Yfirtökuskylda í Skeljungi varð þann 8. nóvember þegar samstarfsaðilarnir þrír náðu rúmlega 30% eignarhlut í Skeljungi. Fram kemur í tilboðsyfirlitinu að samstarfsaðilarnir deili sameiginlegri framtíðarsýn. Til stendur meðal annars að skrá Skeljung úr Kauphöllinni. Framtíðarsýn yfirtökuhópsins má sjá að neðan. Samstarfsaðilarnir sem allir eru hluthafar í Skeljungi við útgáfu á tilboðsyfirliti þessu deila sameiginlegri framtíðarsýn fyrir félagið. Samstarfsaðilarnir lýstu yfir samstarfi sín á milli þann 8. nóvember 2020 og lögðu eignarhluti sína inn í félagið Streng. Þar sem sameiginlegur atkvæðaréttur samstarfsaðilanna fór yfir 30% myndaðist yfirtökuskylda skv. 100. gr. vvl. Tilboðsgjafi telur ljóst að rekstrarumhverfi Skeljungs komi til með að taka grundvallarbreytingum á næstu árum. Tækniþróun er hröð, rafbílum fjölgar á götunum og fyrir liggur að stjórnvöld stefna að því að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum. Reykjavíkurborg hefur jafnframt þá yfirlýstu stefnu að fækka bensínstöðvum. Eldsneytissala er um 80% tekna Skeljungs og félagið því næmt fyrir fyrirséðum breytingum hvað orkuskipti varðar. Fyrir liggur að sambærilegar áskoranir eru í rekstri félagsins í Færeyjum enda eru orkuskipti einnig hafin þar sem hefur bæði áhrif á eldsneytissölu og orku til húshitunar. Það er mat tilboðsgjafa að breyttar aðstæður kalli á áframhaldandi hagræðingu og breytingar á kjarnastarfsemi Skeljungs. Tilboðsgjafi hefur uppi áætlanir um slíka vegferð. Skeljungur þarf að auka fjölbreytni tekjustofna enda eru tækifæri félagsins til innri vaxtar takmörkuð við þessar aðstæður. Því telur tilboðsgjafi að reksturinn þurfi að styrkja með kaupum á rekstrareiningum sem skapa samlegð, eins og tækifæri gefast til. Tilboðsgjafi stefnir einnig að sölu lóða, fasteigna og rekstareininga félagsins ásamt hagræðingu starfsstöðva sem ekki falla að framtíðar kjarnastarfsemi félagsins við fyrsta tækifæri þegar markaðsaðstæður leyfa. Þá telur tilboðsgjafi litla samlegð vera á milli starfsemi Skeljungs á Íslandi og í Færeyjum sem gæti leitt af sér sölu einstakra rekstareininga í öðru eða báðum löndum. Framundan eru því óumflýjanlega breytingar hjá Skeljungi að mati tilboðsgjafa. Íslandsbanki og Arion banki ábyrgjast yfirtökutilboð tilboðsgjafa í samræmi við 103 gr. vvl. Kaup tilboðsgjafa á hlutum í Skeljungi í yfirtökutilboðinu verða fjármögnuð með sambankaláni frá Íslandsbanka og Arion banka ásamt fjármögnun frá öðrum lánveitendum. Lántaka tilboðsgjafa ræðst af fjárhæð samþykktra tilboða hjá öðrum hluthöfum Skeljungs samkvæmt yfirtökutilboðinu. Athygli er vakin á því að endurgreiðsluferli lána tilboðsgjafa gerir ráð fyrir sölu lóða, fasteigna og rekstrareininga Skeljungs á næstu misserum og í því tilliti er jafnframt gert ráð fyrir að fjármunum verði í auknu mæli úthlutað til hluthafa með arðgreiðslum eða lækkun hlutafjár félagsins, og þar með minnka efnahagsreikning félagsins. Það er mat tilboðsgjafa að nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir og endurskipulagning í rekstri Skeljungs geti valdið sveiflum í afkomu til millilangs tíma. Auk þess telur tilboðsgjafi að skráning félagsins á skipulegum verðbréfamarkaði skapi óhagræði. Beinn kostnaður félagsins sem má rekja til skráningar þess á verðbréfamarkað er áætlaður um 8% af hagnaði. Auk þess mun efnahagsreikningur félagsins dragast saman á næstu misserum við mögulega sölu eigna eða rekstrareininga gangi áætlun tilboðsgjafa eftir. Flot á hlutabréfum félagsins hefur minnkað jafnt og þétt samhliða kaupum tilboðsgjafa á hlutum í félaginu. Komi til þess að hlutafé í félaginu safnist á enn færri hendur er það líklegt til að hafa neikvæð áhrif á seljanleika bréfanna.Tilboðsgjafi telur í ljósi þeirra breytinga og áskoranna sem félagið stendur frammi fyrir að því sé betur farið utan verðbréfamarkaðar og áformar að afskrá félagið af skipulegum verðbréfamarkaði þegar tækifæri gefst til. Tilboðsgjafi telur að framtíðarsýn Skeljungs á tímum sem þessum sé best borgið í höndum samstillts hluthafahóps sem getur tekið skjótar ákvarðanir. Markaðir Bensín og olía Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Daníel Orri Árnason, sonur Árna Péturs, sem átti 100 þúsund hluti seldi þá á genginu 8,75. Þeir feðgar eiga enga hluti í Skeljungi eftir söluna í morgun. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Félag sem er meðal annars að stórum hluta í eigu Ingibjargar Pálmadóttur stendur fyrir yfirtökutilboði í Skeljung. Tilboðsyfirlitið var opinberað í gær og gildir í fjórar vikur. Tilboðið hljóðar upp á 8,315 krónur á hvern hlut. Gengi bréfa Skeljungs við lokun markaða á föstudag var 8,8 krónur á hlut. Feðgarnir seldu sína hluti á örlítið læra gengi. Ingibjörg og Jón Ásgeir í yfirtöku Félögin þrjú sem hyggja á yfirtöku Skeljungs eru 365 hf, RES 9 og RPF. Félögin sameinast í félaginu Streng ehf þar sem 365 og RES 9 eiga 38% hlut hvort félag og Loran 24% hlut. Ingibjörg Pálmadóttir á félagið 365 sem er eitt þriggja félaga sem stefnir á yfirtöku í Skeljungi.Vísir/Vilhelm 365 hf er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, er stjórnarformaður í Skeljungi. Þá er hann varamaður í stjórn 365. Hjónin Sigurður Bollason og Nanna Björk Ásgrímsdóttir eiga 50% RES 9 í gegnum annað félag. Hin 50% eru í eigu erlends félags, No 9 Investments Limited. Ætla að skrá Skeljung úr Kauphöllinni Fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins að RPF sé í jafnri eigu Loran ehf, í eigu Þórarins A. Sævarssonar stjórnarmanns í Skeljungi, og Premir eignarhaldsfélags, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.Vísir/Vilhelm Árni Pétur var ráðinn forstjóri Skeljungs eftir að Jón Ásgeir var kominn inn í stjórn félagsins. Þeir hafa unnið mikið saman undanfarin ár. Jón Ásgeir var forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs Group sem átti Haga var og var stærsti hluthafinn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyrirtæki. Yfirtökuskylda í Skeljungi varð þann 8. nóvember þegar samstarfsaðilarnir þrír náðu rúmlega 30% eignarhlut í Skeljungi. Fram kemur í tilboðsyfirlitinu að samstarfsaðilarnir deili sameiginlegri framtíðarsýn. Til stendur meðal annars að skrá Skeljung úr Kauphöllinni. Framtíðarsýn yfirtökuhópsins má sjá að neðan. Samstarfsaðilarnir sem allir eru hluthafar í Skeljungi við útgáfu á tilboðsyfirliti þessu deila sameiginlegri framtíðarsýn fyrir félagið. Samstarfsaðilarnir lýstu yfir samstarfi sín á milli þann 8. nóvember 2020 og lögðu eignarhluti sína inn í félagið Streng. Þar sem sameiginlegur atkvæðaréttur samstarfsaðilanna fór yfir 30% myndaðist yfirtökuskylda skv. 100. gr. vvl. Tilboðsgjafi telur ljóst að rekstrarumhverfi Skeljungs komi til með að taka grundvallarbreytingum á næstu árum. Tækniþróun er hröð, rafbílum fjölgar á götunum og fyrir liggur að stjórnvöld stefna að því að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum. Reykjavíkurborg hefur jafnframt þá yfirlýstu stefnu að fækka bensínstöðvum. Eldsneytissala er um 80% tekna Skeljungs og félagið því næmt fyrir fyrirséðum breytingum hvað orkuskipti varðar. Fyrir liggur að sambærilegar áskoranir eru í rekstri félagsins í Færeyjum enda eru orkuskipti einnig hafin þar sem hefur bæði áhrif á eldsneytissölu og orku til húshitunar. Það er mat tilboðsgjafa að breyttar aðstæður kalli á áframhaldandi hagræðingu og breytingar á kjarnastarfsemi Skeljungs. Tilboðsgjafi hefur uppi áætlanir um slíka vegferð. Skeljungur þarf að auka fjölbreytni tekjustofna enda eru tækifæri félagsins til innri vaxtar takmörkuð við þessar aðstæður. Því telur tilboðsgjafi að reksturinn þurfi að styrkja með kaupum á rekstrareiningum sem skapa samlegð, eins og tækifæri gefast til. Tilboðsgjafi stefnir einnig að sölu lóða, fasteigna og rekstareininga félagsins ásamt hagræðingu starfsstöðva sem ekki falla að framtíðar kjarnastarfsemi félagsins við fyrsta tækifæri þegar markaðsaðstæður leyfa. Þá telur tilboðsgjafi litla samlegð vera á milli starfsemi Skeljungs á Íslandi og í Færeyjum sem gæti leitt af sér sölu einstakra rekstareininga í öðru eða báðum löndum. Framundan eru því óumflýjanlega breytingar hjá Skeljungi að mati tilboðsgjafa. Íslandsbanki og Arion banki ábyrgjast yfirtökutilboð tilboðsgjafa í samræmi við 103 gr. vvl. Kaup tilboðsgjafa á hlutum í Skeljungi í yfirtökutilboðinu verða fjármögnuð með sambankaláni frá Íslandsbanka og Arion banka ásamt fjármögnun frá öðrum lánveitendum. Lántaka tilboðsgjafa ræðst af fjárhæð samþykktra tilboða hjá öðrum hluthöfum Skeljungs samkvæmt yfirtökutilboðinu. Athygli er vakin á því að endurgreiðsluferli lána tilboðsgjafa gerir ráð fyrir sölu lóða, fasteigna og rekstrareininga Skeljungs á næstu misserum og í því tilliti er jafnframt gert ráð fyrir að fjármunum verði í auknu mæli úthlutað til hluthafa með arðgreiðslum eða lækkun hlutafjár félagsins, og þar með minnka efnahagsreikning félagsins. Það er mat tilboðsgjafa að nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir og endurskipulagning í rekstri Skeljungs geti valdið sveiflum í afkomu til millilangs tíma. Auk þess telur tilboðsgjafi að skráning félagsins á skipulegum verðbréfamarkaði skapi óhagræði. Beinn kostnaður félagsins sem má rekja til skráningar þess á verðbréfamarkað er áætlaður um 8% af hagnaði. Auk þess mun efnahagsreikningur félagsins dragast saman á næstu misserum við mögulega sölu eigna eða rekstrareininga gangi áætlun tilboðsgjafa eftir. Flot á hlutabréfum félagsins hefur minnkað jafnt og þétt samhliða kaupum tilboðsgjafa á hlutum í félaginu. Komi til þess að hlutafé í félaginu safnist á enn færri hendur er það líklegt til að hafa neikvæð áhrif á seljanleika bréfanna.Tilboðsgjafi telur í ljósi þeirra breytinga og áskoranna sem félagið stendur frammi fyrir að því sé betur farið utan verðbréfamarkaðar og áformar að afskrá félagið af skipulegum verðbréfamarkaði þegar tækifæri gefst til. Tilboðsgjafi telur að framtíðarsýn Skeljungs á tímum sem þessum sé best borgið í höndum samstillts hluthafahóps sem getur tekið skjótar ákvarðanir.
Samstarfsaðilarnir sem allir eru hluthafar í Skeljungi við útgáfu á tilboðsyfirliti þessu deila sameiginlegri framtíðarsýn fyrir félagið. Samstarfsaðilarnir lýstu yfir samstarfi sín á milli þann 8. nóvember 2020 og lögðu eignarhluti sína inn í félagið Streng. Þar sem sameiginlegur atkvæðaréttur samstarfsaðilanna fór yfir 30% myndaðist yfirtökuskylda skv. 100. gr. vvl. Tilboðsgjafi telur ljóst að rekstrarumhverfi Skeljungs komi til með að taka grundvallarbreytingum á næstu árum. Tækniþróun er hröð, rafbílum fjölgar á götunum og fyrir liggur að stjórnvöld stefna að því að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum. Reykjavíkurborg hefur jafnframt þá yfirlýstu stefnu að fækka bensínstöðvum. Eldsneytissala er um 80% tekna Skeljungs og félagið því næmt fyrir fyrirséðum breytingum hvað orkuskipti varðar. Fyrir liggur að sambærilegar áskoranir eru í rekstri félagsins í Færeyjum enda eru orkuskipti einnig hafin þar sem hefur bæði áhrif á eldsneytissölu og orku til húshitunar. Það er mat tilboðsgjafa að breyttar aðstæður kalli á áframhaldandi hagræðingu og breytingar á kjarnastarfsemi Skeljungs. Tilboðsgjafi hefur uppi áætlanir um slíka vegferð. Skeljungur þarf að auka fjölbreytni tekjustofna enda eru tækifæri félagsins til innri vaxtar takmörkuð við þessar aðstæður. Því telur tilboðsgjafi að reksturinn þurfi að styrkja með kaupum á rekstrareiningum sem skapa samlegð, eins og tækifæri gefast til. Tilboðsgjafi stefnir einnig að sölu lóða, fasteigna og rekstareininga félagsins ásamt hagræðingu starfsstöðva sem ekki falla að framtíðar kjarnastarfsemi félagsins við fyrsta tækifæri þegar markaðsaðstæður leyfa. Þá telur tilboðsgjafi litla samlegð vera á milli starfsemi Skeljungs á Íslandi og í Færeyjum sem gæti leitt af sér sölu einstakra rekstareininga í öðru eða báðum löndum. Framundan eru því óumflýjanlega breytingar hjá Skeljungi að mati tilboðsgjafa. Íslandsbanki og Arion banki ábyrgjast yfirtökutilboð tilboðsgjafa í samræmi við 103 gr. vvl. Kaup tilboðsgjafa á hlutum í Skeljungi í yfirtökutilboðinu verða fjármögnuð með sambankaláni frá Íslandsbanka og Arion banka ásamt fjármögnun frá öðrum lánveitendum. Lántaka tilboðsgjafa ræðst af fjárhæð samþykktra tilboða hjá öðrum hluthöfum Skeljungs samkvæmt yfirtökutilboðinu. Athygli er vakin á því að endurgreiðsluferli lána tilboðsgjafa gerir ráð fyrir sölu lóða, fasteigna og rekstrareininga Skeljungs á næstu misserum og í því tilliti er jafnframt gert ráð fyrir að fjármunum verði í auknu mæli úthlutað til hluthafa með arðgreiðslum eða lækkun hlutafjár félagsins, og þar með minnka efnahagsreikning félagsins. Það er mat tilboðsgjafa að nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir og endurskipulagning í rekstri Skeljungs geti valdið sveiflum í afkomu til millilangs tíma. Auk þess telur tilboðsgjafi að skráning félagsins á skipulegum verðbréfamarkaði skapi óhagræði. Beinn kostnaður félagsins sem má rekja til skráningar þess á verðbréfamarkað er áætlaður um 8% af hagnaði. Auk þess mun efnahagsreikningur félagsins dragast saman á næstu misserum við mögulega sölu eigna eða rekstrareininga gangi áætlun tilboðsgjafa eftir. Flot á hlutabréfum félagsins hefur minnkað jafnt og þétt samhliða kaupum tilboðsgjafa á hlutum í félaginu. Komi til þess að hlutafé í félaginu safnist á enn færri hendur er það líklegt til að hafa neikvæð áhrif á seljanleika bréfanna.Tilboðsgjafi telur í ljósi þeirra breytinga og áskoranna sem félagið stendur frammi fyrir að því sé betur farið utan verðbréfamarkaðar og áformar að afskrá félagið af skipulegum verðbréfamarkaði þegar tækifæri gefst til. Tilboðsgjafi telur að framtíðarsýn Skeljungs á tímum sem þessum sé best borgið í höndum samstillts hluthafahóps sem getur tekið skjótar ákvarðanir.
Markaðir Bensín og olía Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira