„Ég man, ég sagði nei“ Ásthildur Mía Ásmundardóttir skrifar 8. desember 2020 08:01 Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun