Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2020 13:25 Konum er ráðlagt að fara ekki í bólusetningu gegn Covid-19 ef þær hyggjast verða óléttar innan þriggja mánaða. Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. Þá er konum ráðlagt að gefa sig ekki fram til bólusetningar ef þær hyggjast verða óléttar innan þriggja mánaða frá fyrstu bólusetningu. Þau bóluefni sem eru á lokastigum rannsókna eða eru þegar til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum krefjast þess að hver einstaklingur fái tvo skammta af bóluefninu, með tveggja til þriggja vikna millibili. Þess ber að geta að ráðleggingarnar kunna að breytast eftir því sem rannsóknum á bóluefninum vindur fram og þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi eftir upplýsingafund í dag að þessi mál væru ennþá í skoðun hérlendis. Forráðamenn séu upplýstir um áhættuna Í ráðleggingum breska sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar segir um börn að mjög takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um bólusetningu við Covid-19 meðal ungmenna og engar um börn. Þá er bent á að næstum öll börn sýni annað hvort engin eða mild einkenni. Því er ekki mælt með bólusetningum fyrir börn, nema þau séu í sérstökum áhættuhópum. Enn fremur verður heilbrigðisstarfsfólki gert að upplýsa forráðamenn um áhættur og gagnsemi bólusetningar og um skort á öryggisgögnum er varðar börn yngri en 16 ára. Forgangshóparnir ná utan um 99% dauðsfalla sem hægt er að koma í veg fyrir Samkvæmt ráðleggingunum, sem voru síðast uppfærðar 2. desember, eru forgangshóparnir í bólusetningu gegn Covid-19 níu talsins. Í fyrstu fimm hópunum eru íbúar og starfsmenn dvalarheimila, framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu, afar viðkvæmir einstaklingar og 65 ára og eldri. Í hópi fimm eru einstaklingar á aldrinum 16-64 með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og í hópum sex til níu einstaklingar á aldrinum 50-60 ára. Áætlað er að með bólusetningu ofangreindra áhættuhópa sé búið að ná utan um þann hóp þar sem 99% þeirra dauðsfalla sem koma má í veg fyrir hefðu annars átt sér stað. Ráðleggingar bresku sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þá er konum ráðlagt að gefa sig ekki fram til bólusetningar ef þær hyggjast verða óléttar innan þriggja mánaða frá fyrstu bólusetningu. Þau bóluefni sem eru á lokastigum rannsókna eða eru þegar til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum krefjast þess að hver einstaklingur fái tvo skammta af bóluefninu, með tveggja til þriggja vikna millibili. Þess ber að geta að ráðleggingarnar kunna að breytast eftir því sem rannsóknum á bóluefninum vindur fram og þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi eftir upplýsingafund í dag að þessi mál væru ennþá í skoðun hérlendis. Forráðamenn séu upplýstir um áhættuna Í ráðleggingum breska sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar segir um börn að mjög takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um bólusetningu við Covid-19 meðal ungmenna og engar um börn. Þá er bent á að næstum öll börn sýni annað hvort engin eða mild einkenni. Því er ekki mælt með bólusetningum fyrir börn, nema þau séu í sérstökum áhættuhópum. Enn fremur verður heilbrigðisstarfsfólki gert að upplýsa forráðamenn um áhættur og gagnsemi bólusetningar og um skort á öryggisgögnum er varðar börn yngri en 16 ára. Forgangshóparnir ná utan um 99% dauðsfalla sem hægt er að koma í veg fyrir Samkvæmt ráðleggingunum, sem voru síðast uppfærðar 2. desember, eru forgangshóparnir í bólusetningu gegn Covid-19 níu talsins. Í fyrstu fimm hópunum eru íbúar og starfsmenn dvalarheimila, framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu, afar viðkvæmir einstaklingar og 65 ára og eldri. Í hópi fimm eru einstaklingar á aldrinum 16-64 með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og í hópum sex til níu einstaklingar á aldrinum 50-60 ára. Áætlað er að með bólusetningu ofangreindra áhættuhópa sé búið að ná utan um þann hóp þar sem 99% þeirra dauðsfalla sem koma má í veg fyrir hefðu annars átt sér stað. Ráðleggingar bresku sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira