„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 19:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með stöðu mála. Fróðlegt verður að sjá hvað sóttvarnalæknir leggur til varðandi aðgerðir frá og með 10. desember. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira