Hinn almenni borgari geti ekki keppt við yfirburði ríkisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. desember 2020 19:20 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir það miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um gjafsókn við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Íslenska ríkið hafi yfirburði sem almennur borgari geti ekki keppt við. Allir eigi að hafa jafnan aðgang að dómstólum, óháð stöðu. Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“ Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“
Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira